Ef eitthvað má læra af heimsfaraldri og kreppuástandi í kjölfarið er það án efa hversu miklu máli skiptir að hafa opinn aðgang að upplýsingum. Þegar samfélög og hagkerfi heimsins verða fyrir slíkum skakkaföllum sem COVID-19 hefur valdið, þarf aðgangur að staðreyndum og tölum að vera greiður. Við þurfum að vita hvað er að gerast í heiminum; við þurfum aðgang að þekkingu sem gerir sérfræðingum okkar kleift að leita lausna til að koma okkur út úr ástandinu.
Lesa áfram „Opinn aðgangur og hremmingar heimsins“
Hugsaðu, kannaðu, sendu inn (think, check, submit)
Vefurinn ThinkCheckSubmit.org hjálpar vísindamönnum og rannsakendum að átta sig á hvaða tímaritum og útgefendum hægt er að treysta og forðast þannig svokölluð rányrkjutímarit.
Vefurinn er alþjóðlegur og þverfaglegur og þar er hægt að skoða nk. tékklista á ýmsum tungumálum áður en tímarit er valið. Búið er að bæta við tékklista á íslensku og hann má finna hér: Hugsaðu, kannaðu, sendu inn.
Opin vísindi og vegferð Svía
Svíar eru allnokkrum árum á undan Íslendingum hvað varðar stefnumörkun um opin vísindi og þó að þeirra vegferð sé hvorki hindrunar- né gallalaus, er fróðlegt fyrir Íslendinga að kynna sér þeirra stöðu.
Í greininni „An Open Science Roadmap for Swedish Higher Education Institutions“ eftir Sabina Anderberg (Háskólanum í Stokkhólmi) er farið yfir stöðu Svía í dag og hvert þeir vilja stefna. Einnig kemur skýrt fram hvar skórinn kreppir og hvað þurfi að gera til að styrkja þeirra vegferð.