Ætlar þú að birta í tímariti frá Karger?

Ef þú hyggur á birtingu greinar í einu af tímaritum Karger, er vert að vekja athygli á sérstökum landssamningi við útgefandann sem gildir út árið 2023. (ATH: Uppfært – Samningurinn hefur verið framlengdur út árið 2024).

Samningurinn felur í sér að árið 2023 (og 2024 uppfært)  geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM)  að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.

Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).

Lesa nánar. 

Opin vísindi sem námskeið á háskólastigi?

Dr. Heidi Seibold
Dr. Heidi Seibold

„Opin vísindi eru einfaldlega góð vísindi á stafrænum tímum“. Þetta er tilvitnun í  Dr. Heidi Seibold sem starfar á eigin vegum við að leiðbeina rannsakendum sem vilja gera rannsóknarniðurstöður sínar opnar og aðgengilegar. Hún leggur áherslu á að ef ætlunin sé að ala upp góða vísindamenn, þurfi að koma opnum vísindum inn í kennsluskrá háskóla.

Dr. Heidi tók nýlega þátt í Open Science Retreat, 3. – 7. apríl 2023, þar sem hún var einn höfunda námskeiðs sem spannar eina önn og hugsað er fyrir nemendur sem eru allt frá því að vera langt komnir í grunnnámi háskóla til nýdoktora.

Hugmyndin er sú að námskeiðið spanni 12 vikur með 2×90 mín. kennslustundir á viku. Lýsing á námskeiðinu hér.

Námskeiðið er með höfundaleyfið CC-BY sem þýðir að það má nota það á hvaða veg sem er svo fremi sem upphaflegra höfunda er getið.

Námskeiðið er í 8 hlutum:

      • Introduction
      • Open Methodology
      • Open Data
      • Open Source
      • Open Access
      • Open Peer Review
      • Open Science Engagement in Academia and Beyond
      • Open Culture Change: Change Management & Mentoring Change into the System

Skoða námskeið.

Höfundaréttur og afnotaleyfi

Það eru án efa margir sem átta sig ekki á ýmsu varðandi höfundarétt og hvernig hann virkar í samhengi við Creative Commons afnotaleyfi.

Bæklingurinn Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources er gefinn út af Rannsóknamiðstöð Hollands (NWO), samtökum háskóla í Hollandi (VSNU) , háskólabókasöfnum í Hollandi og Þjóðbókasafni Hollendinga. Þó að hann sé aðlagaður að þörfum Hollendinga, svarar hann á einfaldan hátt mýmörgum spurningum um höfundarétt og afnotaleyfi.

Dæmi:

      • Hver er munurinn á höfundaleyfi (e. copyright) og afnotaleyfi (e. Creative Commons)?
      • Hvað þarf að athuga varðandi höfundarétt í samningum við útgefendur?
      • Hvaða afnotaleyfi hentar best fyrir þitt verk?
      • Afhverju er hvatt til þess að nota afnotaleyfið CC-BY á verk í opnum aðgangi?
      • Hvernig á ég að gefa út með afnotaleyfi frá Creative Commons?
      • Hver á höfundarétt ef verk er gefið út með Creative Commons afnotaleyfi?
      • Ef ég gef út bók með CC-BY afnotaleyfi, má þá þýða hana án leyfis frá mér?

Þessum spurningum og mörgum fleirum er svarað í bæklingum Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources.