Skráið ykkur á viðburði í viku opins aðgangs 23. – 29. október nk.

Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang vonast eftir góðri þátttöku íslenskra rannsakenda og annars áhugafólks í viðburðum alþjóðlegrar viku opins aðgangs 23. – 29. október nk. Við höfum fengið til liðs við okkur öfluga liðsmenn erlendis frá til að bjóða upp á fjórar vefkynningar (webinars) á TEAMS í vikunni og eina málstofu í Grósku sem einnig verður í boði á TEAMS.

Vefkynningarnar verða á ensku en málstofan fer fram á íslensku.

Smellið hér til að skoða dagskrá og skrá ykkur. Athugið að það þarf að skrá sig á hverja  kynningu fyrir sig.

Að birta greinar í traustum tímaritum

Hvernig er hægt að þekkja traust tímarit frá hinum sem hafa á sér vafasamt orð og flokkast mögulega sem rányrkjutímarit?

Hér fyir neðan er mjög gott myndband þar sem Katherine Stephan, upplýsingafræðingur í rannsóknaþjónustu við Liverpool John Moores University og meðlimur TCS Committee (Think – Check – Submit).

Viðtal: Opin vísindi og opinn aðgangur í Svíþjóð

Vert er að benda á athyglisvert viðtal frá 11. september 2023 við Wilhelm Widmark, forstöðumann bókasafns háskólans í Stokkhólmi og framkvæmdastjóri EOSC (European Open Science Cloud). Í viðtalinu er fjallað um stöðu opinna vísinda og opins aðgangs í Svíþjóð og nálgun Svía gagnvart því markmiði að ná 100% opnum aðgangi. Wilhelm fjallar um mikilvægi þess að ákvarðanataka sé á „hærra stigi“, þ.e. stjórnir háskóla og rektorar hafa komið að stefnumótun um opin aðgang.

Wilhelm deilir einnig reynslu sinni af „transformative agreements“, lýsir þeim aðferðum sem hópur um stefnumótun sem kallast „Beyond Transformative Agreement“ skoðar. Hann leggur áherslu á að það sé valkostur að ganga burt frá samningaborðinu ef samningar nást ekki en það kerfst víðtækra samskipta og mikils stuðnings frá fræðasamfélaginu.

Viðtalið hér.