Open Science Festival 31. ágúst 2023 – Rotterdam, Hollandi

Hollendingar hafa gert marga góða hluti varðandi opin vísindi/opinn aðgang undanfarin ár og það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeim.

Þann 31. ágúst 2023 var haldið sk. Open Science Festival í Rotterdam sem nú er orðinn árviss viðburður. Hægt er að sjá og heyra upptöku frá opnun viðburðarins „Plenary Opening“ og  „Open Science Together and Plenary Closing“.

Við opnunina var m.a.  spurt „What are your main drivers to be involved in open science?“ Gestir svöruðu þessu á netinu. Hér má sjá dæmi um nokkur svör: Lesa áfram „Open Science Festival 31. ágúst 2023 – Rotterdam, Hollandi“

Finnland og samningar um aðgang að rafrænum tímaritum

Í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy  má lesa að finnskir háskólar og rannsóknarstofnanir standa frammi fyrir miklum áskorunum þar sem útgefendur halda áfram að hækka áskriftir fyrir vísindatímarit sín og útgáfu í opnum aðgangi. Kostnaðurinn er orðinn óheyrilegur og ekki í takt við ávinninginn.

FinELib samlagið hefur samið við útgefendur um aðgang sem nær bæði yfir lestur vísindatímarita og útgáfu greina í opnum aðgangi en heildarkostnaðurinn við þessa samninga er orðinn ósjálfbær. Útgefendur hafa í raun hindrað umskipti yfir í opna útgáfu og notað opinn aðgang sem leið til þess að auka enn hagnað sinn.

FinElib sækist nú eftir verulegum afslætti í næstu samningum, en afslættirnir verða að vera raunverulegir og nást ekki með því að skerða innihald samninganna. Ef samningar nást ekki getur verið að sumum þeirra verði ekki haldið áfram.

Útgefendur sem þátt taka í viðræðunum eru American Chemical Society (ACS), Elsevier, Emerald, IEEE, Oxford University Press (OUP), Royal Society of Chemistry (RSC) og Springer.

Þetta vandamál einskorðast auðvitað ekki bara við Finnland, heldur standa önnur lönd frammi fyrir sama vanda.

Lesa nánar í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy.