Endurskoðun á rannsóknarmati

Endurskoðun á rannsóknarmati er mikið í umræðunni um þessar mundir. Einn af fyrirlestrum í alþjóðlegri viku opins aðgangs í október 2023 fjallaði einmitt um þessi mál. Það var Noémie Aubert Bonn, rannsakandi við UHasselt sem flutti  fyrirlestur um Research Assessment. Sjá glærur og upptöku.

Einnig er freistandi að nefna fyrirlestur sem Stephane Berghmans frá European University Association​ í Belgíu, flutti á Pure International Conference í október 2023.

Þess má geta að bæði Háskóli Íslands og RANNÍS hafa skrifað undir samþykkt  COARA – Coalition for Advancing Research Assessment.

„Að gefa út í opnum aðgangi“: upptaka og glærur

Meðal efnis sem var á dagskrá í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023 var fyrirlestur sem bar heitið „Að gefa út í opnum aðgangi“. Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni flutti erindið og bæði glærur og upptaka eru nú aðgengilegar.

Fyrirlesturinn var einkum ætlaður þeim ungu rannsakendum og doktorsnemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu greina í vísindatímaritum og vilja kynna sér opinn aðgang.

Glærur af fyrirlestrinum
Upptaka af fyrirlestrinum (hefst á 1.35 mínútu)

Edinborgarháskóli og stefna um varðveislu réttinda

Einn af fyrirlesurum sem fengnir voru til að flytja erindi í viku opins aðgangs 2023 var Dominic Tate, forstöðumaður rannsóknaþjónustu við Edinborgarháskóla. Erindi hans hét „Rights Retention Policy at the University of Edinburgh, a review of the first 18 months“ og fjallaði eins og heitið gefur til kynna um varðveislu réttinda rannsakenda við Edinborgarháskóla – reynsla fyrstu 18 mánaða. Kveikjan að þeirra stefnu kom frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Það er forvitnilegt að skoða hvaða leiðir Edinborgarháskóli (og raunar fleiri háskólar í Bretlandi) hafa farið í þessum efnum.

Glærurupptaka.