Higher Education for Good – Æðri menntun til góðs

Það er full ástæða til að vekja athygli á bókinni Higher Education for Good: Teaching and Learning Futures sem hægt er að nálgast í opnum aðgangi hjá OpenBook Publishers.

Bókin er afrakstur vinnu fræðimanna og fagfólks frá 17 löndum og úr mörgum fræðigreinum. Ritstjórar voru Laura Czerniewicz og Catherine Cronin.

Er einhver von um að hægt sé að byggja upp betri framtíð fyrir æðri menntun eftir margra ára óróleika og kreppuástand?  Bókin býður upp á margvísleg svör við þessum spurningum.

Háskólar, nemendur og fræðimenn eru hvattir til að kynna sér bókina.

Bill og Melinda Gates Foundation: Breytt stefna

Sjóðurinn Bill & Melinda Gates Foundation kynnti á dögunum nýja stefnu sína varðandi opinn aðgang. Stefnan byggir á þremur lykilatriðum:

      • Hætt verður að greiða APC gjöld (Article Processing Charges) við birtingu tímaritsgreina
      • Styrkþegum sjóðsins ber skylda til að birta vinnu sína sem forprent (preprints)
      • Sjóðurinn skuldbindur sig til að styðja opna vísindainnviði

Þessari stefnubreytingu er fagnað og hún endurspeglar vaxandi samstöðu innan fræðasamfélagsins.

Nánar hér: The Open Access rising tide: Gates Foundation ends support to Article Processing Charges.

„To preprint or not to preprint“

„To preprint or not to preprint: A global researcher survey“ er heiti á tímaritsgrein sem birtir niðurstöður könnunar á viðhorfum vísindamanna til „preprints“ eða forprenta. Höfundar eru Ni Rong og Ludo Waltman.

Hér fyrir neðan er lausleg þýðing á útdrætti greinarinnar:

Opin vísindi hafa hlotið mikla athygli á heimsvísu og forprent eða „preprint“ er mikilvæg leið til að innleiða aðferðir opinnna vísinda  í fræðilegri útgáfu.

Til að skilja betur viðhorf vísindamanna til forprenta gerðum við könnun meðal höfunda vísindagreina sem gefnar voru út árið 2021 og snemma árs 2022. Niðurstöður könnunar okkar sýna að Bandaríkin og Evrópa eru fremst í flokki varðandi innleiðingu forprenta.

Bandarískir og evrópskir vísindamenn sem svöruðu voru kunnugri forprentum og studdu þá leið frekar en samstarfsmenn þeirra annars staðar í heiminum. Lesa áfram „„To preprint or not to preprint““