Það er full ástæða til að vekja athygli á bókinni Higher Education for Good: Teaching and Learning Futures sem hægt er að nálgast í opnum aðgangi hjá OpenBook Publishers.
Bókin er afrakstur vinnu fræðimanna og fagfólks frá 17 löndum og úr mörgum fræðigreinum. Ritstjórar voru Laura Czerniewicz og Catherine Cronin.
Er einhver von um að hægt sé að byggja upp betri framtíð fyrir æðri menntun eftir margra ára óróleika og kreppuástand? Bókin býður upp á margvísleg svör við þessum spurningum.
Háskólar, nemendur og fræðimenn eru hvattir til að kynna sér bókina.