Staða gagnavarðveislusafna í heiminum sem skráð eru í OpenDOAR

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar sem gerð var til að varpa ljósi á núverandi stöðu gagnavarðveislusafna sem skráð eru í OpenDOAR – Directory of Open Access Repositories.

Þróuð lönd eins og Bretland og Bandaríkin taka fyrst og fremst þátt í þróun varðveislusafna stofnana í opnum aðgangi sem innihalda mikilvæga þætti OpenDOAR. Mest notaði hugbúnaðurinn er Dspace. Flest varðveislusöfnin eru OAI-PMH samhæfð en fylgja ekki reglum um opinn aðgang.

Meira um niðurstöður rannsóknarinnar hér:
Global status of dataset repositoies at a glance: study based on OpenDOAR

Heimild: Sofi, I.A.Bhat, A. and Gulzar, R. (2024), „Global status of dataset repositories at a glance: study based on OpenDOAR“, Digital Library Perspectives, Vol. ahead-of-print No. ahead-of-print. https://doi.org/10.1108/DLP-11-2023-0094

Hollendingar og demantaleiðin

Í Hollandi er hafið verkefnið „Enhancing Diamond Open Access in the Netherlands“ til að efla og styrkja fræðilega útgáfu á vegum bókasafna og annarra, sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Þetta verkefni er í samræmi við skýrsluna „Versterking ondersteuning van diamant open access in Nederland“ á vegum hollensku háskólanna (UNL).

Þessi ráðstöfun er í takt við markmiðin sem sett eru fram í metnaðarfullri áætlun National Plan Open Science 2030, þar sem áhersla er lögð á fjárfestingar í opnum innviðum til að hlúa að vistkerfi fræðilegra samskipta.

Erasmus háskólinn í Rotterdam leiðir verkefnið í samvinnu við UKB* og UNL og er markmiðið að  styrkja demantaleiðina (Diamond Open Access -DOA) með samþættri nálgun, þar á meðal að koma á fót innlendri miðstöð sérfræðinga, efla getu á vettvangi DOA útgáfu og innleiða mælingar á henni.

*UKB er samstarfsvettvangur hollenskra háskólabókasafna og The Royal Library of the Netherlands.

Bresk fræðafélög og útgáfa. Ný rannsókn

You don’t know what you’ve got till it’s gone: The changing landscape of UK learned society publishing

Ný rannsókn (preprint) á langsniðsgögnum frá 2015 – 2023 varðandi útgáfu 277 breskra fræðafélöga sýnir að útgáfulandslagið hefur breyst til muna.

Þar er bent á mikla fækkun félaga sem gefa út sjálf og sífellt flóknara landslag útgáfu og útvistunar henni tengdri. Samstarf við háskólaútgáfur hefur aukist og  einnig samstarf við aðrar óhagnaðardrifnar stofnanir. Öll nema stærstu bresku fræðafélögin hafa séð tekjur sínar af útgáfu minnka að raungildi síðan 2015.
Lesa áfram „Bresk fræðafélög og útgáfa. Ný rannsókn“