Svíar eru allnokkrum árum á undan Íslendingum hvað varðar stefnumörkun um opin vísindi og þó að þeirra vegferð sé hvorki hindrunar- né gallalaus, er fróðlegt fyrir Íslendinga að kynna sér þeirra stöðu.
Í greininni „An Open Science Roadmap for Swedish Higher Education Institutions“ eftir Sabina Anderberg (Háskólanum í Stokkhólmi) er farið yfir stöðu Svía í dag og hvert þeir vilja stefna. Einnig kemur skýrt fram hvar skórinn kreppir og hvað þurfi að gera til að styrkja þeirra vegferð.
Í Svíþjóð er helst rætt um afmörkuð svið opinna vísinda, s.s. opinn aðgang og opin gögn. Þó vantar mikið upp á gagnsæi og samvinnu. Þannig ber Rannsóknaráð Svía (Vetenskapsrådet) ábyrgð á samhæfingu stofnana varðandi opin rannsóknargögn en Þjóðbókasafn Svía heldur utan um opinn aðgang. Þarna vantar samvinnu og greinarhöfundur telur varasamt að aðskilja þetta tvennt með þessum hætti.
Háskólar í Svíþjóð þurfa einnig að vinna mun nánar saman, ef takast á að framfylgja því markmiði að árið 2026 verði komið á sk. „Open science system“. Þar þurfa stjórnendur að taka á honum stóra sínum.
Búið er að gefa út n.k. vegvísi (e. roadmap) sem snýr fyrst og fremst að stjórnendum æðri menntastofnana. Um er að ræða 8 meginmarkmið og ábyrgðarsvið:
-
- Create research and educational environments that support, encourage, inform, and educate about Open Science in practice, by adopting, implementing, and anchoring local governing documents or frameworks
- Provide relevant research and training support services concerning Open Science, that in a resource-efficient way can meet the researchers’ needs for support throughout the whole research process, i.e., before, during, and after a research project
- Strive to make research data and research results, insofar as it is possible, compatible with the FAIR principles
- Offer researchers priceworthy, adequate and safe infrastructure services and solutions which comply with current regulations (especially the Freedom of the Press Act12, the Public Access to Information and the Secrecy Act 13, the Archives Act, and the GDPR) and the FAIR principles – to handle, store, make available and preserve research data and research results, and where preserving and selected disposal are included as an integral part of the research process and the work for Open Science.
- Actively collaborate with other universities, infrastructures, and funders to find resource and cost-effective, common national solutions concerning governing documents, frameworks, and infrastructural services
- Promote, participate in and collaborate with international actors and initiatives, for example within the European Open Science Cloud (EOSC) and The San Francisco Declaration on Research Assessment (DORA)
- Develop an incentive structure that promotes and values Open Science examples in merit assessment and performance-based resource allocation
- Strive for a model ensuring that copyright for publication and reuse of research results is not exclusively transferred to commercial scientific publishers.
Þetta og margt fleira í greininni „An Open Science Roadmap for Swedish Higher Education Institutions“ eftir Sabina Anderberg (Háskólanum í Stokkhólmi).