Ein af undirstofnunum Háskólans í Leiden, Hollandi er CWTS – The Centre of Science and Technology Studies. Þetta er þverfagleg rannsóknastofnun sem rannsakar vísindarannsóknir og tengsl þeirra við tækni, nýsköpun og samfélag.
Innan stofnunarinnar eru opin vísindi (OS) algengt umræðuefni en hvað er raunverulega að gerast „á gólfinu“ í þessum efnum? Ana Parrón Cabañero doktorsnemi við CWTS tók viðtöl við nokkra samstarfsmenn og kannaði hvernig gengur að koma á tengslum við opin vísindi í verkefnum stofnunarinnar: Walking the talk: a peak into Open Scince practices at CWTS.
Þess má geta að Háskólinn í Leiden lítur á opin vísindi (e. Open Science) sem lykilþátt til að ná því markmiði auka vísindaleg og samfélagsleg áhrif og til þess að efla gæði rannsókna og heilindi.
Hvatt er til að vinna í takt við opin vísindi innan háskólans alls.
Nánar um þetta í greininni Walking the talk: a peak into Open Science practices at CWTS.
Mynd: By Rudolphous – Own work, CC BY 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=9387291