Nú stendur yfir alþjóðleg vika opins aðgangs, 24. – 28. október.
Að þessu sinni er þema vikunnar „loftslagsréttlæti“ (e. Climate Justice). Landvernd skýrir hugtakið á þessa leið:
Hugtakið loftslagsréttlæti gefur til kynna að loftslagsmál eru ekki bara umhverfismál, heldur verður baráttan við loftslagshamfarir alltaf að taka mið af mannréttindum, félagslegu réttlæti og jafnrétti kynja.
Opinn aðgangur varðar okkur öll – hagsmuni okkar allra. Krafan um að allir hafi aðgang að niðurstöðum rannsókna sem studdar eru af opinberu fé verður sífellt háværari. Ekki eingöngu á tímum COVID, ekki eingöngu „spari“ heldur alltaf.
Sjá grein í tilefni viku opins aðgangs: Hvíta húsið, UNESCO og endurbætt rannsóknamat.
Fjölmargar bækur, tímarit og greinar eru nú í opnum aðgangi
Að þessu sögðu er vert að hvetja yngri sem eldri rannsakendur, doktorsnema, upplýsingafræðinga og almenning til að kynna sér efni þessa vefs, opinnadgangur.is. Rannsakendur ættu sérstaklega að huga að eftirfarandi:
Loks er tilvalið að skyggnast bak við tjöldin og skoða heimildamyndina Paywall: The Business of Scholarship. Myndin leggur áherslu á þörfina fyrir opinn aðgang að rannsóknum og vísindum. Í henni er dregið í efa réttmæti þeirra mörgu milljarða dollara á ári sem renna til akademískra útgefenda í hagnaðarskyni.