Um réttindavarðveislu stofnana – ný skýrsla

Building bridges to open access: Paths to Institutional Rights Retention in Europe 2024

Ný skýrsla er komin út á vegum SPARC Europe varðandi varðveislu réttinda stofnana.

Skýrslan er afrakstur lotu tvö í verkefninu Project Retain hjá SPARC Europe og  markar mikilvægt skref í átt að betri skilningi á þróun stefna um varðveislu réttinda stofnana víðs vegar um Evrópu. Byggt er á niðurstöðum og innsýn sem fékkst með skýrslunni Opening Knowledge: Retaining Rights and Licensing in Europe 2023.

Þannig inniheldur þessi nýjasta skýrsla dæmisögur frá tíu Evrópulöndum, sem sýnir ólíkar nálganir og aðferðir sem löndin fara varðandi stefnumótun. Sagt er frá aðgerðum og aðferðum sem eftirfarandi lönd hafa beitt:  Búlgaría, Finnland, Frakklandi, Írland, Ítalía, Holland, Noregur, Serbía, Slóvenía og Bretland.

Lesa áfram „Um réttindavarðveislu stofnana – ný skýrsla“

Edinborgarháskóli og stefna um varðveislu réttinda

Einn af fyrirlesurum sem fengnir voru til að flytja erindi í viku opins aðgangs 2023 var Dominic Tate, forstöðumaður rannsóknaþjónustu við Edinborgarháskóla. Erindi hans hét „Rights Retention Policy at the University of Edinburgh, a review of the first 18 months“ og fjallaði eins og heitið gefur til kynna um varðveislu réttinda rannsakenda við Edinborgarháskóla – reynsla fyrstu 18 mánaða. Kveikjan að þeirra stefnu kom frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Það er forvitnilegt að skoða hvaða leiðir Edinborgarháskóli (og raunar fleiri háskólar í Bretlandi) hafa farið í þessum efnum.

Glærurupptaka.