Lýðheilsa og opinn aðgangur: Þarf ekki að skipta um gír?

Apabóluvírus

Síðastliðin sjö ár hefur vísinda- og tæknisamfélagið fjórum sinnum gefið út yfirlýsingu þar sem skorað er á útgefendur vísindatímarita að gefa út rannsóknir tengdar tilteknum sjúkdómum í opnum aðgangi. Árið 2016 var það Zika,  2018 ebóla, árið 2020 COVID-19 og nú, árið 2022, eru það rannsóknir tengdar apabólu (monkeypox).

Það er alveg ljóst að tafarlaus opinn aðgangur að rannsóknum án getur flýtt fyrir viðbrögðum á alþjóðavísu hvað varðar lýðheilsu. Hingað til hafa útgefendur brugðist jákvætt við þessum beiðnum og gert viðeigandi rannsóknir aðgengilegar ókeypis. Til dæmis hafa Elsevier og Springer Nature  sett um 200 þúsund greinar tengdar COVID inn á PubMed Central. Og það virðist líklegt að þeir, og margir aðrir útgefendur, muni nú bregðast við með því að gera apabólurannsóknir aðgengilegar. Lesa áfram „Lýðheilsa og opinn aðgangur: Þarf ekki að skipta um gír?“

BerlinUP – nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi

Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte BerlinUP –  Berlin Universities Publishing er nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi. Að útgáfunni stendur Bandalag háskóla í Berlín,  Berlin University Alliance. Bókasöfn eftirfarandi háskóla styðja framtakið:

    • Freie Universität Berlin
    • Humboldt Universität zu Berlin
    • Technische Universität Berlin
    • Charité – Universitätsmedizin Berlin.

Gefnar verða út bækur og tímarit frá háskólunum innan bandalagsins, en einnig er BerlinUP ráðgefandi um útgáfu í opnum aðgangi.

Mynd: Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte (CCM).
By Dirk1981 – Own work, CC BY-SA 4.0

Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum

Það er forvitnilegt að kynna sér hvað önnur Evrópulönd eru að gera varðandi opinn aðgang að fræðilegu efni. Í nýlegri grein er fjallað um stefnu Breta varðandi opinn aðgang að fræðilegum bókum sem styrktar eru af UKRI – UK Research and Innovation funding council.

UKRI kynnti nýjustu stefnu sína um opinn aðgang 6. ágúst 2021. Stefnan tekur til allra rannsókna sem ráðið styrkir og er stórt skref í átt til opins aðgang innan fræðasamfélagsins. Frá 1. janúar 2024 eiga öll fræðirit að vera gefin út í opnum aðgangi þó að eins árs birtingatöf sé leyfð. Lesa áfram „Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum“