Háskólinn Uniarts í Helsinki og útgáfa í opnum aðgangi

Listaháskólinn University of the Arts Helsinki (Uniarts) leggur áherslu á gagnsæi.

Háskólinn vill með útgáfu sinni auka aðgengi að listrænni þekkingu og rannsóknum sem gerðar hafa verið með opinberum stuðningi og varpa ljósi á hlutverk sitt sem auðlind sem stuðlar að umbótum í samfélaginu.

Uniarts Helsinki hefur skrifað undir eftirfarandi yfirlýsingu: Declaration for Open Science and Research 2020-2025.

Skólinn hefur skipað starfshóp um opin vísindi og rannsóknir til að stuðla að opnu aðgengi og gagnsæi. Formaður hópsins er aðstoðarrektor háskólans og ber jafnframt ábyrgð á rannsóknum.

Útgáfustefna Uniarts Helsinki um opinn aðgang

OA stefna Uniarts nær til rannsakenda, starfsmanna og nemenda  við Listaháskólann. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn.

Lesa áfram „Háskólinn Uniarts í Helsinki og útgáfa í opnum aðgangi“

Lýðheilsa og opinn aðgangur: Þarf ekki að skipta um gír?

Apabóluvírus

Síðastliðin sjö ár hefur vísinda- og tæknisamfélagið fjórum sinnum gefið út yfirlýsingu þar sem skorað er á útgefendur vísindatímarita að gefa út rannsóknir tengdar tilteknum sjúkdómum í opnum aðgangi. Árið 2016 var það Zika,  2018 ebóla, árið 2020 COVID-19 og nú, árið 2022, eru það rannsóknir tengdar apabólu (monkeypox).

Það er alveg ljóst að tafarlaus opinn aðgangur að rannsóknum án getur flýtt fyrir viðbrögðum á alþjóðavísu hvað varðar lýðheilsu. Hingað til hafa útgefendur brugðist jákvætt við þessum beiðnum og gert viðeigandi rannsóknir aðgengilegar ókeypis. Til dæmis hafa Elsevier og Springer Nature  sett um 200 þúsund greinar tengdar COVID inn á PubMed Central. Og það virðist líklegt að þeir, og margir aðrir útgefendur, muni nú bregðast við með því að gera apabólurannsóknir aðgengilegar. Lesa áfram „Lýðheilsa og opinn aðgangur: Þarf ekki að skipta um gír?“

BerlinUP – nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi

Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte BerlinUP –  Berlin Universities Publishing er nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi. Að útgáfunni stendur Bandalag háskóla í Berlín,  Berlin University Alliance. Bókasöfn eftirfarandi háskóla styðja framtakið:

    • Freie Universität Berlin
    • Humboldt Universität zu Berlin
    • Technische Universität Berlin
    • Charité – Universitätsmedizin Berlin.

Gefnar verða út bækur og tímarit frá háskólunum innan bandalagsins, en einnig er BerlinUP ráðgefandi um útgáfu í opnum aðgangi.

Mynd: Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte (CCM).
By Dirk1981 – Own work, CC BY-SA 4.0