Greinasafn fyrir flokkinn: Útgáfa

Staðall um útgáfu í demanta opnum aðgangi

Stefna evrópusambandsins og margra þeirra sjóða sem styrkja rannsóknir er í þá átt að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru birtist í opnum aðgangi. Raunar er stefnan nú þegar að ganga lengra og þess krafist að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af almannafé eigi að birta í demanta opnum aðgangi. Þetta útgáfuform byggir á því að hvorki lesandi né höfundur þurfi að greiða fyrir útgáfu og lestur rannsóknarniðurstaðnanna. Evrópusambandið fjármagnaði Diamas verkefnið sem var ætlað að kortleggja demanta opna útgáfu í ERA (European research area), bæta gæði þessa útgáfuforms og ýta undir samvinnu með því að byggja samfélag utan um útgáfu í demanta opnum aðgangi á ERA svæðinu. Einn afrakstur þessa samstarfs er DOAS staðallinn, eða Diamond open access standard sem er ætlað að hjálpa útgefendum við að bæta gæði útgáfunnar, skilgreina almennilega hvað demanta opinn aðgangur merkir og skjóta styrkari stoðum undir útgáfustarfsemina.

Staðallinn tekur á 7 grunnþáttum vísindalegrar útgáfu

  1. Fjármögnun
  2. Löglegt eignarhald, hlutverk og stjórnskipan útgáfunnar
  3. Opin vísindi
  4. Ritstjórn, gæði hennar og rannsóknarsiðferði
  5. Tæknileg skilvirkni þjónustu
  6. Sýnileika, miðlun, markaðssetningu og áhrif
  7. Jöfnuð, fjölbreytileika, inngildingu og tilverurétt (EDIB ), fjöltyngi og jafnrétti kynjanna.

Þannig er til dæmis farið fram á það í staðlinum að eignarhald útgáfunnar sé gagnsætt og í eigu fræðasamfélagsins, fjármögnun hennar sé kortlögð til meðallangs tíma og allar upplýsingar um afnotaleyfi á efni útgáfunnar komi skýrt fram á vefsíðum útgáfunnar. Staðalinn má lesa hér, en auk hans er mögulegt fyrir útgefendur að taka sjálfspróf úr staðlinum sem gefur þá góða mynd af því hvar hægt er að bæta útgáfuhætti. Sjálfsprófið má taka hér.

Í átt að opnari og sanngjarnari útgáfu í framtíðinni – cOAlition S

cOAlition S hefur sett fram tillögu „Í átt að ábyrgri útgáfu“ sem miðar að því að efla ábyrga útgáfuhætti.

Haft var samráð við alþjóðlega hagsmunaaðila sem sýndi greinilega stuðning við „pre-print“ (í. forprent) og „open peer review“ (í. opna ritrýni). Það samráð leiddi einnig í ljós þörfina fyrir samþættingu þvert á útgáfuverklagið og sjálfbæra innviði. Tillagan er tækifæri fyrir bókasöfn, stofnanir, útgefendur og aðra til að virkja og styðja við nýstárlegar útgáfuaðferðir á næsstu árum.

Hægt er að nálgast tillöguna/skýrsluna hér: https://zenodo.org/records/14254275

Verðlagning fræðilegrar útgáfu: Nýr rammi

Fræðileg þekking ætti ekki að stjórnast af misræmi í efnahag þjóða. Eftir sem áður er það staðreynd að margir vísindamenn í dag, sér í lagi í þróunarlöndum, standa frammi fyrir verulegum hindunum þegar um er að ræða þátttöku í fræðilegum samskiptum.

Hefðbundin útgáfulíkön taka engan veginn fullt tillit til þessa misræmis. Þegar vísindamenn hafa ekki efni á að birta eigin rannsóknir eða nálgast rannsóknir annarra verður vísindasamfélagið allt af dýrmætum sjónarmiðum og framlagi.

Til að takast á við þessa áskorun hefur Information Power, fyrir hönd cOAlition S, þróað nýjan og sanngjarnari ramma verðlagningar til að efla jafnrétti á heimsvísu varðandi  fræðilegri útgáfu.

Lesa nánar: Maximizing participation in scholarly communication through equitable pricing eftir Alicia Wise.