Samtökin Science Europe skipuleggja ráðstefnu um opin vísindi 18. – 19. október nk. Ráðstefnan er bæði staðbundin og í streymi frá Brussel.
Tímapunkturinn nú er mikilvægur: COVID-19 heimsfaraldurinn hefur lagt áherslu á mikilvægi opinna rannsókna og samvinnu og nokkrar nýlegar skýrslur hafa knúið áfram innleiðingu stefnu um opin vísindi (Open science) og nauðsyn þess að ræða sameiginleg gildi, grundvallargildi og staðla. Þar á meðal er lokaskýrsla Open Science Policy Platform (2020) og Recommendation on Open Science (2021) UNESCO (2021) UNESCO.
Á ráðstefnunni verður veitt ítarlegt yfirlit yfir núverandi stefnumótun, umbætur á rannsóknarmati og fjárhagslegar ráðstafanir sem styðja við umskiptin yfir í opin vísindi. Horft verður fram á við og hugað að nýjum straumum.
-
-
- Opin vísindi og samfélag – jöfnuður
- Opinn aðgangur að öllum tegundum rannsókna
- Þróun rannsóknarmats og matsaðferða
- Aðgangur að og notkun innviða í opnum rannsóknum
- Opnar vísindastefnur
-