Í átt að opnari og sanngjarnari útgáfu í framtíðinni – cOAlition S

cOAlition S hefur sett fram tillögu „Í átt að ábyrgri útgáfu“ sem miðar að því að efla ábyrga útgáfuhætti.

Haft var samráð við alþjóðlega hagsmunaaðila sem sýndi greinilega stuðning við „pre-print“ (í. forprent) og „open peer review“ (í. opna ritrýni). Það samráð leiddi einnig í ljós þörfina fyrir samþættingu þvert á útgáfuverklagið og sjálfbæra innviði. Tillagan er tækifæri fyrir bókasöfn, stofnanir, útgefendur og aðra til að virkja og styðja við nýstárlegar útgáfuaðferðir á næsstu árum.

Hægt er að nálgast tillöguna/skýrsluna hér: https://zenodo.org/records/14254275

Verðlagning fræðilegrar útgáfu: Nýr rammi

Fræðileg þekking ætti ekki að stjórnast af misræmi í efnahag þjóða. Eftir sem áður er það staðreynd að margir vísindamenn í dag, sér í lagi í þróunarlöndum, standa frammi fyrir verulegum hindunum þegar um er að ræða þátttöku í fræðilegum samskiptum.

Hefðbundin útgáfulíkön taka engan veginn fullt tillit til þessa misræmis. Þegar vísindamenn hafa ekki efni á að birta eigin rannsóknir eða nálgast rannsóknir annarra verður vísindasamfélagið allt af dýrmætum sjónarmiðum og framlagi.

Til að takast á við þessa áskorun hefur Information Power, fyrir hönd cOAlition S, þróað nýjan og sanngjarnari ramma verðlagningar til að efla jafnrétti á heimsvísu varðandi  fræðilegri útgáfu.

Lesa nánar: Maximizing participation in scholarly communication through equitable pricing eftir Alicia Wise.

Áhrif Plan S á fræðileg samskipti

Hver eru áhrif Plan S á alþjóðlegt vistkerfi fræðilegra samskipta?

Eftir 5 mánaða rannsókn eru ráðgjafar frá scidecode science consulting (já… með litlum staf…) tilbúnir að kynna fyrstu niðurstöður. Það er vissulega fróðlegt fyrir alla hagsmunaaðila að skoða þær niðurstöður; þ.m.t. talsmenn opins aðgangs, upplýsingafræðinga, styrkveitendur, rannsakendur og útgefendur.

Hér fyrir neðan fylgir upptaka af veffundi sem haldinn var 9. apríl 2024 á vegum OASPA (Open Access Scholarly Publishing)

Nánar um dagskrá:

Lesa áfram „Áhrif Plan S á fræðileg samskipti“