Verðlagning fræðilegrar útgáfu: Nýr rammi

Fræðileg þekking ætti ekki að stjórnast af misræmi í efnahag þjóða. Eftir sem áður er það staðreynd að margir vísindamenn í dag, sér í lagi í þróunarlöndum, standa frammi fyrir verulegum hindunum þegar um er að ræða þátttöku í fræðilegum samskiptum.

Hefðbundin útgáfulíkön taka engan veginn fullt tillit til þessa misræmis. Þegar vísindamenn hafa ekki efni á að birta eigin rannsóknir eða nálgast rannsóknir annarra verður vísindasamfélagið allt af dýrmætum sjónarmiðum og framlagi.

Til að takast á við þessa áskorun hefur Information Power, fyrir hönd cOAlition S, þróað nýjan og sanngjarnari ramma verðlagningar til að efla jafnrétti á heimsvísu varðandi  fræðilegri útgáfu.

Lesa nánar: Maximizing participation in scholarly communication through equitable pricing eftir Alicia Wise.

Áhrif Plan S á fræðileg samskipti

Hver eru áhrif Plan S á alþjóðlegt vistkerfi fræðilegra samskipta?

Eftir 5 mánaða rannsókn eru ráðgjafar frá scidecode science consulting (já… með litlum staf…) tilbúnir að kynna fyrstu niðurstöður. Það er vissulega fróðlegt fyrir alla hagsmunaaðila að skoða þær niðurstöður; þ.m.t. talsmenn opins aðgangs, upplýsingafræðinga, styrkveitendur, rannsakendur og útgefendur.

Hér fyrir neðan fylgir upptaka af veffundi sem haldinn var 9. apríl 2024 á vegum OASPA (Open Access Scholarly Publishing)

Nánar um dagskrá:

Lesa áfram „Áhrif Plan S á fræðileg samskipti“

Er hægt að komast hjá birtingagjöldum fyrir vísindagreinar?

Er hægt að finna viðskiptamódel og fyrirkomulag varðandi útgáfu vísindagreina sem ekki styðst við APC gjöld (e. article processing charges)? Fyrirkomulag sem miðar að jöfnuði varðandi þekkingarmiðlun til hagsbóta bæði fyrr vísindi og samfélag?

Síðan í september 2023 hefur cOAlition S, í samstarfi við Jisc og PLOS skoðað þessi mál með vinnuhópi fjölmargra hagsmunaaðila, s.s. upplýsingafræðingum, fjármögnunaraðilum og útgefendum. Meginmarkmið hópsins er að kanna viðskiptamódel sem byggir ekki á útgáfu greina með APC módelinu. Slíkt módel er ósanngjarnt gagnvart höfundum og kemur í veg fyrir stuðning við önnur nýrri og sanngjarnari módel.

Komið hefur í ljós að það er engin einföld leið að þessu markmiði.  Nánar um þetta í frétt frá Plan S: Beyond article-based charges working group: an update on progress.