Í greininni Formatting the Future: Why Researchers Should Consider File Formats eftir Dr Kim Clugston, Research Data Coordinator, OSC og
Dr Leontien Talboom, Technical Analyst, Digital Initiatives, er fjallað um mikilvægi þess að gera rannsóknargögn opin og tryggja langtíma varðveislu þeirra svo nýta megi þau í framtíðinni.
Vísindamenn standa frammi fyrir miklum áskorunum sem felast í að varðveita rannsóknagögn og minnka hættuna á að úreltur hugbúnaður og vélbúnaður geri gögnin að lokum óaðgengileg.
Lögð er áhersla á gildi opinna skráarsniða og vísindamönnum bent á að senda gögn sín einungis til traustra gagnasafna. Með því að huga vel að þessu er hægt að tryggja aðgengi komandi kynslóða.
*Mynd: Jørgen Stamp, Creative Commons Attribution 2.5 Denmark

Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (National Institutes of Health – NIH) hafa sett fram stefnu sína um stjórnun gagna og miðlun þeirra (e. data management and sharing – DMS). Stefnan gildir frá 25. janúar 2023 og á að stuðla að miðlun vísindalegra gagna.