Fræðsluefni frá Open Research Europe um opin gögn í hugvísindum, listum og félagsvísindum.
Stefna um stjórnun gagna og miðlun frá NIH
Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (National Institutes of Health – NIH) hafa sett fram stefnu sína um stjórnun gagna og miðlun þeirra (e. data management and sharing – DMS). Stefnan gildir frá 25. janúar 2023 og á að stuðla að miðlun vísindalegra gagna.
Samnýting vísindagagna getur flýtt fyrir uppgötvunum á sviði líflæknisfræði t.d. með því að gera kleift að staðfesta rannsóknaniðurstöður, veita aðgengi að verðmætum gagnasöfnum og stuðla að endurnotkun gagna fyrir rannsóknir í framtíðinni.
Samkvæmt stefnunni gerir NIH ráð fyrir að rannsakendur og stofnanir taki upp eftirfarandi:
-
-
- Geri ráð fyrir í sinni fjárhagsáætlun rými fyrir áætlun um stjórnun og miðlun gagna
- Sendi DMS áætlun (Data Management and Sharing) til skoðunar þegar sótt er um styrk
- Fari eftir samþykktri DMS áætlun
-
Lauslega þýtt:
National Institutes of Health. Data Management & Sharing Policy Overview. NIH Scientific Data Sharing. Sótt 27, 2023.