Stefna um stjórnun gagna og miðlun frá NIH

Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (National Institutes of Health – NIH) hafa sett fram stefnu sína um stjórnun gagna og miðlun þeirra (e. data management and sharing – DMS). Stefnan gildir frá 25. janúar 2023 og á að stuðla að miðlun vísindalegra gagna.

Samnýting vísindagagna getur flýtt fyrir uppgötvunum á sviði líflæknisfræði t.d. með því að gera kleift að staðfesta rannsóknaniðurstöður, veita aðgengi að verðmætum gagnasöfnum og stuðla að endurnotkun gagna fyrir rannsóknir í framtíðinni.

Samkvæmt stefnunni gerir NIH ráð fyrir að rannsakendur og stofnanir taki upp eftirfarandi:

      • Geri ráð fyrir í sinni fjárhagsáætlun rými fyrir áætlun um stjórnun og miðlun gagna
      • Sendi DMS áætlun (Data Management and Sharing) til skoðunar þegar sótt er um styrk
      • Fari eftir samþykktri DMS áætlun

Sjá ítarlegri umfjöllun.

Lauslega þýtt: 
National Institutes of Health. Data Management & Sharing Policy Overview. NIH Scientific Data Sharing. Sótt 27, 2023.

Gátlisti frá UNESCO fyrir útgefendur

Kominn er út gátlisti frá UNESCO sem er er hluti af UNESCO Open Science Toolkit og gerður til að styðja við innleiðingu tilmæla UNESCO um opin vísindi.

Tékklistinn er gerður í  samstarfi við Open Access Scholarly Publishing Association (OASPA) fjölbreytt samfélag samtaka sem stunda opna fræðimennsku. Markmiðið er að veita útgefendum sem gefa út í opnum aðgangi hagnýta aðstoð til að skilja tilmæli UNESCO betur með því að varpa ljósi á vissa mikilvæga hluti sem eiga við um slíka útgefendur.

CRAFT-OA verkefnið og „demantaleiðin“

Demantaleiðin (Diamond Open Access) er opinn aðgangur þar sem engin þjónustugjöld vegna birtinga leggjast á höfunda eða styrktveitendur. Höfundur heldur að jafnaði höfundarréttinum í stað þess að framselja réttinn til útgefanda eins og í hefðbundinni útgáfu. Fjölmörg ritrýnd gæðatímarit eru í opnum aðgangi.

Háskólinn í Göttingen mun leiða athyglisvert ESB-verkefni með 23 samstarfsaðilum í 14 Evrópulöndum frá og með janúar 2023. Markmiðið er að efla og þróa tímaritaútgáfu stofnana í Evrópu með því að nota líkan sem kennt hefur verið við „Diamond Open Access“. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur styrkt verkefnið „Creating a Robust Accessible Federated Technology for Open Access (CRAFT-OA)“ til þriggja ára og veitti samtals 4,8 milljónum evra.

Með því að bjóða upp á sértæka tæknilega þjónustu og verkfæri fyrir allan feril tímaritaútgáfu gerir verkefnið staðbundnum og svæðisbundnum kerfum og þjónustuaðilum í þessum geira kleift að auka og bæta fagmennsku varðandi innihald, þjónustu og kerfi. Þannig verður auðveldara að tengja þjónustu þeirra við önnur upplýsingakerfi í vísindum. Einnig mun þetta auðvelda starf vísindamanna og fræðimanna sem taka þátt í þessu líkani. Lesa áfram „CRAFT-OA verkefnið og „demantaleiðin““