LIBER (Ligue des Bibliothèques Européennes de Recherche – Association of European Research Libraries) hefur gefið út skýrslu um „Open Science services by Research Libraries – organisational perspectives.“
Mörg rannsóknarbókasöfn í Evrópu veita þjónustu á sviði opinna vísinda varðandi stjórnun rannsóknagagna (RDM – Research Data Management) og opins aðgangs (OA – Open Access). Hins vegar er talið að allt að helmingur evrópskra rannsóknabókasafna veiti aðeins takmarkaða þjónustu á þessum sviðum. Lesa áfram LIBER: Þjónusta og stuðningur á vegum bókasafna við stjórnun rannsóknagagna
Svíar héldu ráðstefnu í Stokkhólmi þ. 16. – 17. maí sl. Hún bar yfirskriftina Open Science: From Policy to Practice.
Frá 1. janúar 2024 mun ný stefna um opinn aðgang í Bretlandi gilda um bækur, bókakafla og ritstýrð safnrit. Áður hafði UKRI (UK Research and Innovation) birt stefnu sína um opinn aðgang að ritrýndum rannsóknagreinum fyrir opinbert fé, sem gilti frá apríl 2022.