Fleiri rannsakendur á sviði öreindafræði (e. high-energy physics) fá stuðning til að gefa út í opnum aðgangi nú þegar Taylor & Francis hafa staðfest áframhaldandi þátttöku í átakinu SCOAP3 fyrir bækur. (SCOAP3 = Sponsoring Consortium for Open Access Publishing in Particle Physics).
Á síðasta ári fengu 19 bækur útgefandans Taylor & Francis á sviði öreindafræði í opnum aðgangi, mun meiri lestur og dreifingu en áður, þökk sé hópfjármögnun varðandi opinn aðgang. Taylor & Francis hafa staðfest að útgáfan muni halda áfram að vera hluti af SCOAP3 fyrir bækur. Áætlunin færist nú af tilraunastigi yfir í markvissa stefnu um að gera nýjar rafbókaútgáfur aðgengilegar öllum. Lesa áfram „Meðalnotkun á ári jókst um 3000 prósent“