Meðalnotkun á ári jókst um 3000 prósent

Fleiri rannsakendur á sviði öreindafræði (e. high-energy physics) fá stuðning til að gefa út í opnum aðgangi nú þegar Taylor & Francis hafa staðfest áframhaldandi þátttöku í átakinu SCOAP3 fyrir bækur. (SCOAP3 = Sponsoring Consortium for Open Access Publishing in Particle Physics).

Á síðasta ári fengu 19 bækur útgefandans Taylor & Francis á sviði öreindafræði í opnum aðgangi, mun meiri lestur og dreifingu en áður, þökk sé hópfjármögnun varðandi opinn aðgang. Taylor & Francis hafa staðfest að útgáfan muni halda áfram að vera hluti af SCOAP3 fyrir bækur.  Áætlunin færist nú af tilraunastigi yfir í markvissa stefnu um að gera nýjar rafbókaútgáfur aðgengilegar öllum. Lesa áfram „Meðalnotkun á ári jókst um 3000 prósent“

G7 ráðherrar og opin vísindi

Ráðherrar vísinda og tækni í G7 ríkjunum hittust í Sendai, Japan 12. – 14. maí 2023. Þar gáfu þeir út yfirlýsingu sem styður við opin vísindi og þá sérstaklega þrjú forgangsmál:

  • Innviði opinna vísinda
  • Endurbætur á rannsóknamati
  • Rannsóknir á rannsóknum til að þróa opna vísindastefnu sem byggir á niðurstöðum rannsókna

Lesa áfram „G7 ráðherrar og opin vísindi“

Stefna um stjórnun gagna og miðlun frá NIH

Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (National Institutes of Health – NIH) hafa sett fram stefnu sína um stjórnun gagna og miðlun þeirra (e. data management and sharing – DMS). Stefnan gildir frá 25. janúar 2023 og á að stuðla að miðlun vísindalegra gagna.

Samnýting vísindagagna getur flýtt fyrir uppgötvunum á sviði líflæknisfræði t.d. með því að gera kleift að staðfesta rannsóknaniðurstöður, veita aðgengi að verðmætum gagnasöfnum og stuðla að endurnotkun gagna fyrir rannsóknir í framtíðinni.

Samkvæmt stefnunni gerir NIH ráð fyrir að rannsakendur og stofnanir taki upp eftirfarandi:

      • Geri ráð fyrir í sinni fjárhagsáætlun rými fyrir áætlun um stjórnun og miðlun gagna
      • Sendi DMS áætlun (Data Management and Sharing) til skoðunar þegar sótt er um styrk
      • Fari eftir samþykktri DMS áætlun

Sjá ítarlegri umfjöllun.

Lauslega þýtt: 
National Institutes of Health. Data Management & Sharing Policy Overview. NIH Scientific Data Sharing. Sótt 27, 2023.