„We so loved open access“ – ný bók frá SciELO

SciELO -Scientific electronic library online – er 25 ára.  Af því tilefni er komin út bókin We so loved open access. Að sjálfsögðu í opnum aðgangi.

SciELO var stofnað seint á tíunda áratugnum þegar hugmyndin um ókeypis aðgang að fræðilegu efni fór að taka á sig mynd, jafnvel áður en hugtakið „opinn aðgangur“ kom til sögunnar.

Á þeim tíma var aðgangur að fræðiritum takmarkaður og kostnaðarsamur, bundinn við háskólabókasöfn og þau rit/tímarit sem bókasöfnin voru áskrifendur að.

Lesa áfram „„We so loved open access“ – ný bók frá SciELO“

LIBER: Þjónusta og stuðningur á vegum bókasafna við stjórnun rannsóknagagna

LIBER (Ligue des Bibliothèques Européennes de Recherche – Association of European Research Libraries) hefur gefið út skýrslu um „Open Science services by Research Libraries – organisational perspectives.“

Mörg rannsóknarbókasöfn í Evrópu veita þjónustu á sviði opinna vísinda varðandi stjórnun rannsóknagagna (RDM – Research Data Management) og opins aðgangs (OA – Open Access). Hins vegar er talið að allt að helmingur evrópskra rannsóknabókasafna veiti aðeins takmarkaða þjónustu á þessum sviðum. Lesa áfram „LIBER: Þjónusta og stuðningur á vegum bókasafna við stjórnun rannsóknagagna“

Opin vísindi: Frá stefnu til framkvæmda

Svíar héldu ráðstefnu í Stokkhólmi þ. 16. – 17. maí sl. Hún bar yfirskriftina Open Science: From Policy to Practice.

Lögð var áhersla á mismunandi sjónarhorn varðandi mótun og innleiðingu opinna vísinda. Markmiðið ráðstefnunnar var að deila þekkingu, bestu starfsvenjum og ræða hvernig opin vísindi geta stuðlað að því að styrkja sjálfbæra framtíð og lýðræðisríki innan og utan Evrópusambandsins.

Ráðstefnan samanstóð af fyrirlestrum og umræðum og var bæði hægt að sækja hana á staðnum sem og á netinu. Þátttakendur voru m.a. aðilar sem komið hafa að stefnumótun, rannsakendur, fulltrúar á landsvísu, fulltrúar vísinda og aðrir hagsmunaaðilar víðsvegar að innan Evrópu sem utan.

Lesa áfram „Opin vísindi: Frá stefnu til framkvæmda“