Háskóli Íslands og Landsbókasafn efla opin vísindi

Nýr og endurskoðaður samstarfssamningur var undirritaður á milli Háskóla Íslands og Landbókasafns-Háskólabókasafns fyrir skömmu, sem varðaði m.a. opin vísindi og opinn aðgang:

„Meðal áhersluatriða er að efla samstarf samningsaðila, vinna að markmiðum stjórnvalda um opinn aðgang að rannsóknaritum og rannsóknagögnum og að safnið komi á fót rannsóknaþjónustu fyrir háskólasamfélagið, m.a. til að miðla upplýsingum um opin vísindi og auðvelda birtingar í opnum aðgangi. Þá er áhersla á að efla upplýsingalæsi meðal nemenda og bæta aðgengi að rafrænum safnkosti m.a. í kennslukerfi skólans.“

Nánar hér og hér.

Leiðarvísir fyrir háskóla frá EUA

European University Association hefur gefið út gátlista/leiðarvísi fyrir háskóla sem vilja þróa frekar „opinn aðgang“ . Útgáfa vísindalegs efnis hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár, orðið bæði flóknari og kraftmeiri. Umhverfi „opins aðgangs“ hefur á sama tíma breyst mikið. Mörg skref hafa verið tekin í rétta átt en enn þá er mikið verk óunnið.

Markmið þessa gátlista er að styðja háskóla í viðleitni þeirra til að þróa enn frekari virkni á sviði „opins aðgangs“, þar sem háskólar geta nýtt sér þau atriði sem eiga best við þeirra starfsemi og sérstöðu:
Listinn er þríþættur:

1) Valdefling: Stefnumörkun og áætlanir
2) Uppbygging með þátttöku bókasafna og samvinnu varðandi samninga (consortium)
3) Styrking þess fyrirkomulags sem fyrir er með þátttökufræðasamfélagsins og innviða þess

Leiðarvísir fyrir háskóla (.pdf)