Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang vonast eftir góðri þátttöku íslenskra rannsakenda og annars áhugafólks í viðburðum alþjóðlegrar viku opins aðgangs 23. – 29. október nk. Við höfum fengið til liðs við okkur öfluga liðsmenn erlendis frá til að bjóða upp á fjórar vefkynningar (webinars) á TEAMS í vikunni og eina málstofu í Grósku sem einnig verður í boði á TEAMS.
Vefkynningarnar verða á ensku en málstofan fer fram á íslensku.
Smellið hér til að skoða dagskrá og skrá ykkur. Athugið að það þarf að skrá sig á hverja kynningu fyrir sig.