Myndbandið hér fyrir neðan kynnir mismunandi viðskiptamódel fyrir útgáfu í opnum aðgangi sem falla ekki undir það sem kallast „höfundurinn borgar módel“ (e. author-pays-model).
Myndbandið var framleitt af Leibniz Information Center for Science and Technology (TIB) árið 2023 og er hluti af BMBF-styrktu verkefninu open-access.network í Þýskalandi. (BMBF = Bundesministerium für Bildung und Forschung).
Vídeóið var unnið af Helene Strauß, Jonas Hauss og Jesko Rücknagel í samvinnu við Florian Carlo Strauß.