OpenAire birtir aðgerðaáætlun varðandi endurskoðun rannsóknamats

OpenAIRE hefur nýlega gefið út aðgerðaáætlun sína til stuðnings Coalition for Advancing Research Assessment (CoARA) meginviðmiðum.

Þessi áætlun er hluti af yfirgripsmikilli OpenAIRE áætlun fyrir 2023–2025 og undirstrikar stuðning OpenAIRE við að efla aðferðir rannsóknarmats í samræmi við áherslur opinna vísinda. Meðlimir OpenAire eru nú 52 í 39 löndum og er stofnunin því vel til þess fallin að leiða þessar breytingar.

Sjá tíu meginviðmið CoARA

DORA: Endurskoðun rannsóknamats – dæmisögur

Á vef DORA (San Francisco Declaration on Research Assessment) er að finna áhugavert safn af dæmisögum frá háskólum og fleirum sem gert hafa breytingar á  rannsóknamati sínu undanfarin ár og sett fram nýjar stefnur og verklag. Þar kemur mjög skýrt fram um hvaða stofnun er að ræða, hverju var breytt, hversvegna, hvernig og hvenær.

Sem dæmi má nefna Samtök háskóla í Noregi, Háskólann í Tampere, Finnlandi og Háskólann í Bath, Englandi.

 

Endurskoðun á rannsóknarmati

Endurskoðun á rannsóknarmati er mikið í umræðunni um þessar mundir. Einn af fyrirlestrum í alþjóðlegri viku opins aðgangs í október 2023 fjallaði einmitt um þessi mál. Það var Noémie Aubert Bonn, rannsakandi við UHasselt sem flutti  fyrirlestur um Research Assessment. Sjá glærur og upptöku.

Einnig er freistandi að nefna fyrirlestur sem Stephane Berghmans frá European University Association​ í Belgíu, flutti á Pure International Conference í október 2023.

Þess má geta að bæði Háskóli Íslands og RANNÍS hafa skrifað undir samþykkt  COARA – Coalition for Advancing Research Assessment.