Framundan er ráðstefnan Open Science European Conference dagana 4. og 5. febrúar n.k. og að þessu sinni er hún skipulögð af Frökkum. Ráðstefnan er kennd við París, „Paris open Science European Conference“, þó hún fari alfarið fram á netinu að þessu sinni. Lesa áfram „„Paris Call on Research Assessment““
Ný bók um Plan S
Búið er að gefa út bók um Plan S – áætlun frá alþjóðlegu bandalagi rannsóknasjóða og styrktaraðila sem kynnt var í september 2018 og þótti bæði djarft og mikilsvert framtak. Bókin er að sjálfsögðu í opnum aðgangi:
Smits, R.-J., 2022. Plan S for Shock. London: Ubiquity Press. DOI: https://doi.org/10.5334/bcq
Í bókinni færir höfundur áætlunarinnar, Robert-Jan Smits, sannfærandi rök fyrir opnum aðgangi og opinberar í fyrsta skipti hvernig hann hófst handa við að gera þessa umdeildu áætlun að veruleika og þær áskoranir sem á vegi hans urðu. Hann heldur því fram að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi afhjúpað hversu ósjálfbær hefðbundin fræðileg útgáfa er í raun og veru. Lesa áfram „Ný bók um Plan S“
Viðbrögð cOAlition-S vegna tilmæla UNESCO um opin vísindi
cOAlition-S fagnar tilmælum UNESCO – Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna um opin vísindi frá því í nóvember 2021 sem fjallað var um hér.
cOAlition-S, alþjóðleg samtök rannsóknasjóða sem vinna að stefnumörkun um opin vísindi og opinn aðgang, hvetja í framhaldinu alla þá sem koma að útgáfu fræðilegs efnis til að vinna saman að:
- sanngjörnu, hagkvæmu og fjölbreyttu rannsóknaumhverfi þar sem opin og hröð miðlun er viðmiðið
- aukinni virðingu fyrir höfundarétti vísindamanna
- vistkerfi rannsóknainnviða og þjónustu sem byggir á opnum aðgangi og sem forðast ósanngjarnt, óréttlátt og rándýrt viðskiptamódel.
Lesa áfram „Viðbrögð cOAlition-S vegna tilmæla UNESCO um opin vísindi“