Allar færslur eftir Helgi Sigurbjörnsson

Sparc Europa

Um réttindavarðveislu stofnana – ný skýrsla

Building bridges to open access: Paths to Institutional Rights Retention in Europe 2024

Ný skýrsla er komin út á vegum SPARC Europe varðandi varðveislu réttinda stofnana.

Skýrslan er afrakstur lotu tvö í verkefninu Project Retain hjá SPARC Europe og  markar mikilvægt skref í átt að betri skilningi á þróun stefna um varðveislu réttinda stofnana víðs vegar um Evrópu. Byggt er á niðurstöðum og innsýn sem fékkst með skýrslunni Opening Knowledge: Retaining Rights and Licensing in Europe 2023.

Þannig inniheldur þessi nýjasta skýrsla dæmisögur frá tíu Evrópulöndum, sem sýnir ólíkar nálganir og aðferðir sem löndin fara varðandi stefnumótun. Sagt er frá aðgerðum og aðferðum sem eftirfarandi lönd hafa beitt:  Búlgaría, Finnland, Frakklandi, Írland, Ítalía, Holland, Noregur, Serbía, Slóvenía og Bretland.

 

Helstu niðurstöður

Meginstraumar í varðveislu réttinda stofnana í Evrópu:

Þó að stofnanir í Bretlandi og Noregi hafi leitt veginn í varðveislu réttinda frá árinu 2022, eru önnur Evrópulönd nú virkir þátttakendur í mótun og þróun eigin stefna. Sum lönd starfa innan núverandi lagaramma, á meðan önnur leitast við að knýja fram lagabreytingar til að skapa skýrari leiðir fyrir stefnumótun stofnana.

Meðal dæmisagna í skýrslunni:

  • Finnland og Ítalía leggja áherslu á samvinnu og beina kröftum sínum í fræðslu og þjálfun til að efla stefnumótun stofnana þrátt fyrir áskoranir tengdar lagabreytingum.
  • Frakkland og Holland hafa innleitt réttinn til endurbirtingar (Secondary Publishing Rights, SPR), og stofnanir vinna nú að því að auka vitund um réttindi og móta samræmda stefnu til að tryggja fulla nýtingu á þessum réttindum.
  • Írland og Slóvenía hafa tekið á móti áskoruninni með heildstæðri nálgun, þar sem jafnvægi er á milli upptöku stefna og umræðna um lagabreytingar.
  • Búlgaría hefur nýverið samþykkt lagabreytingar, en nú þurfa stofnanir að innleiða stefnur til að nýta sér þessar breytingar að fullu.
  • Serbía íhugar lagabreytingar til að styðja við langvarandi umræður um varðveislu réttinda.

Skýrslan í heild sinni

OpenAire birtir aðgerðaáætlun varðandi endurskoðun rannsóknamats

OpenAIRE hefur nýlega gefið út aðgerðaáætlun sína til stuðnings Coalition for Advancing Research Assessment (CoARA) meginviðmiðum.

Þessi áætlun er hluti af yfirgripsmikilli OpenAIRE áætlun fyrir 2023–2025 og undirstrikar stuðning OpenAIRE við að efla aðferðir rannsóknarmats í samræmi við áherslur opinna vísinda. Meðlimir OpenAire eru nú 52 í 39 löndum og er stofnunin því vel til þess fallin að leiða þessar breytingar.

Sjá tíu meginviðmið CoARA

Háskólinn í Leiden (NL): Opin vísindi og stefna um mannaráðningar og stöðuhækkanir

Hollenskar þekkingarstofnanir vinna að því að viðurkenna og verðlauna opin vísindi.

Þann 13. desember  2024 samþykkti stýrinefnd  Open Science NL alls 1,2 milljónir evra í styrki til 23 hollenskra stofnana. Miðstöð vísinda- og tæknifræða (CWTS-The Centre for Science and Technology Studies) mun samræma  þessa vinnu á landsvísu.

Landsverkefnið tryggir samhæfingu og samræmingu þessara 23 stofnana varðandi þróun og innleiðingu áætlana til að viðurkenna og umbuna fyrir opið vísindastarf í Hollandi. Skipulagðir verða sameiginlegir fundir sem eiga að hvetja til innblásturs og örva samvinnu þar sem einnig verður hægt að deila þekkingu og reynslu, þar á meðal ýmsu sem varðar góða starfshætti. Auk þess er verkefnið skuldbundið til að þróa sameiginlegar meginreglur um viðurkenningu og umbun opinna vísinda.

Nánar hér: https://www.universiteitleiden.nl/en/news/2024/12/open-science-in-recruitment-and-promotion-policies