Meðal efnis sem var á dagskrá í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023 var fyrirlestur sem bar heitið „Að gefa út í opnum aðgangi“. Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni flutti erindið og bæði glærur og upptaka eru nú aðgengilegar.
Fyrirlesturinn var einkum ætlaður þeim ungu rannsakendum og doktorsnemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu greina í vísindatímaritum og vilja kynna sér opinn aðgang.
Glærur af fyrirlestrinum
Upptaka af fyrirlestrinum (hefst á 1.35 mínútu)