Skoskir háskólar stofna sína eigin OA bókaútgáfu

Háskólinn í Glasgow
Háskólinn í Glasgow

Háskólabókasöfn í Skotlandi vinna nú að því að koma á laggirnar bókaútgáfu sem tileinkuð er opnum aðgangi, þ.e. Scottish Universities Open Access Press. Útgáfan verður í eigu þeirra háskólastofnana sem taka þátt en þær eru alls 18.

Stefnt er á að bjóða upp á hagkvæma leið til útgáfu án hagnaðarsjónarmiða. Í upphafi verður áherslan mest á rannsóknarrit, líklega aðallega í félags- og hugvísindum.

Með þessu móti er verið að koma til móts við þá þróun sem átt hefur sér stað varðandi opinn aðgang, s.s. stefnumörkun breskra stjórnvalda varðandi rannsóknir og nýsköpun ásamt styrkveitingum og einnig vegna áhrifa frá Plan S.

Nánar um þetta áhugaverða framtak.

Mynd af háskólanum í Glasgow:
Tony Webster – CC leyfi