Allir kannast við næringarmerkingar á matvöru. Nú hafa samtökin Public Knowledge Project lagt til nk. útgáfumerkingu fyrir rannsóknargreinar þar sem tiltekin eru átta atriði til að bæta gæði varðandi útgáfu tímaritsgreina og hafa gagnsæi í fyrirrúmi. Samtökin eru óhagnaðardrifin, rekin af John Willinsky og kollegum hans við Simon Fraser University í Burnaby, Canada.
Willinsky vill að fræðileg útgáfa upplýsi lesendur um hversu nákvæmlega greinin/tímaritið uppfyllir akademískar kröfur. Til að byrja með hefur útgáfumerkingin verið þróuð fyrir tímarit sem gefin eru út á OJS (e. Open Journal Systems) formi.
Meira um þetta áhugaverða verkefni í greininni Researchers want a ‘nutrition label’ for academic-paper facts
Mynd: J. Willinsky & D. Pimentel/Learned Publishing (CC BY 4.0 DEED)