Leiðarvísir fyrir háskóla frá EUA

European University Association hefur gefið út gátlista/leiðarvísi fyrir háskóla sem vilja þróa frekar „opinn aðgang“ . Útgáfa vísindalegs efnis hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár, orðið bæði flóknari og kraftmeiri. Umhverfi „opins aðgangs“ hefur á sama tíma breyst mikið. Mörg skref hafa verið tekin í rétta átt en enn þá er mikið verk óunnið.

Markmið þessa gátlista er að styðja háskóla í viðleitni þeirra til að þróa enn frekari virkni á sviði „opins aðgangs“, þar sem háskólar geta nýtt sér þau atriði sem eiga best við þeirra starfsemi og sérstöðu:
Listinn er þríþættur:

1) Valdefling: Stefnumörkun og áætlanir
2) Uppbygging með þátttöku bókasafna og samvinnu varðandi samninga (consortium)
3) Styrking þess fyrirkomulags sem fyrir er með þátttökufræðasamfélagsins og innviða þess

Leiðarvísir fyrir háskóla (.pdf)

 

Sögulegt yfirlit um opinn aðgang

Jean Claude Guédon prófessor við Montréal háskóla í Kanada og einn af höfundum Búdapestyfirlýsingarinnar, hélt nú á dögunum sérdeilis gott erindi um sögu opins aðgangs í samhengi við sögu og útgáfu vísindatímarita. Erindið var haldið á ráðstefnu í París sem Alþjóðamiðstöð ISSN stóð fyrir nú í apríl.  Í erindinu er farið vandlega yfir sögu prentaðra vísindatímarita, ástæðu samþjöppunar á útgáfumarkaðinum, upphaf áhrifastuðulsins ISI, aukins áskriftarkostnaðar tímarita sem bókasöfn og háskólar standa fyrir og hugsanlegar ástæður þess að opinn aðgangur á vísindaefni er komin svo skammt á veg sem raun ber vitni.

Á ráðstefnunni voru einnig mörg önnur fróðleg erindi um opinn aðgang, þau má nálgast á slóðinni: https://webcast.in2p3.fr/container/issn-conference-2018