Hollendingar eru iðulega í fararbroddi hvað varðar vangaveltur um opinn aðgang,
Í mars 2024 hittust um 50 manns frá ýmsum háskólum í Hollandi, öðrum stofnunum og löndum í sk. Open Science Retreat og lögðu saman krafta sína í vikulangt hugarflug um opinn aðgang. Í stuttu máli hafa menn ekki lengur trú á að sk. „transformative agreements“ skili því sem þau áttu að skila. Það líður að endurnýjun margra slíkra samninga í Hollandi og því tímabært að skoða árangurinn. Niðurstaðan varð sú að kalla eftir samstöðu um breytta nálgun varðandi opinn aðgang í Hollandi svo að upphaflegt markmið opins aðgangs sé haft í fyrirrúmi:
Call to Commitment: A future-proof approach to Open Access Publishing in the Netherlands
Yfir 250 manns frá háskólum og háskólabókasöfnum í Hollandi og raunar víðar hafa nú þegar skrifað undir.
Það er vissulega athyglisvert fyrir íslensk stjórnvöld, háskóla og bókasöfn að velta fyrir sér sinni nálgun í framhaldinu þar sem áhersla hefur verið lögð á „transformative agreements“ undanfarin ár.
