Í greininni Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians eru góðar leiðbeiningar fyrir bæði rannsakendur og upplýsingafræðinga um hvernig best sé að velja viðeigandi tímarit fyrir rannsóknaniðurstöður.
Val á tímariti er mikilvægt mál fyrir rannsakendur sem bæði vilja tryggja tímanlega og víðtæka miðlun rannsóknaniðurstaðna sinna sem og að uppfylla kröfur sem stofnanir þeirra og/eða styrkveitendur gera um birtingu.
Gátlistinn byggir á Diamond OA Standard (DOAS), staðli sem þróaður er af Developing Institutional Open Access Publishing Models to Advance Scholarly Communication (DIAMAS) verkefninu, og Think Check Submit (Hugsaðu – kannaðu – sendu inn) gátlistanum.
Nánar hér: Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians.