„To preprint or not to preprint: A global researcher survey“ er heiti á tímaritsgrein sem birtir niðurstöður könnunar á viðhorfum vísindamanna til „preprints“ eða forprenta. Höfundar eru Ni Rong og Ludo Waltman.
Hér fyrir neðan er lausleg þýðing á útdrætti greinarinnar:
Opin vísindi hafa hlotið mikla athygli á heimsvísu og forprent eða „preprint“ er mikilvæg leið til að innleiða aðferðir opinnna vísinda í fræðilegri útgáfu.
Til að skilja betur viðhorf vísindamanna til forprenta gerðum við könnun meðal höfunda vísindagreina sem gefnar voru út árið 2021 og snemma árs 2022. Niðurstöður könnunar okkar sýna að Bandaríkin og Evrópa eru fremst í flokki varðandi innleiðingu forprenta.
Bandarískir og evrópskir vísindamenn sem svöruðu voru kunnugri forprentum og studdu þá leið frekar en samstarfsmenn þeirra annars staðar í heiminum.
Innleiðing forprenta er mun meiri á sviði eðlisfræði og stjörnufræði, stærðfræði og tölvunarfræði en á öðrum rannsóknarsviðum.
Svarendur bentu á ókeypis aðgengi að forprenti og hraða í samskiptum varðandi rannsóknir sem mikilvægustu kosti forprenta.
Vísindamenn höfðu hins vegar helst áhyggjur af áreiðanleika og trúverðugleika forprenta, efasemdir um birtingu rannsóknaniðurstaðna áður en ritrýni á sér stað og ótímabæra fjölmiðlaumfjöllun. Þar voru vísindamenn á sviði líf- og heilbrigðisvísinda fremstir í flokki.
Könnunin leiddi í ljós að vísindamenn töldu mikilvægt að bæta forprenti við verkferla sem tengjast innsendingu vísindagreina til útgefenda og að þeir njóti viðurkenningar fyrir birtingu forprenta.