Fróðleikur

Hér er haldið til haga ýmis konar upplýsingum og fræðsluefni sem varða opinn aðgang og opin vísindi.

Close-up, abstract view of architecture.

Birtingagjöld og birtingatafir útgefenda

Lesið meira um APC og birtingatafir ↗

Um rányrkjutímarit

Tæki sem meta útgáfur með tilliti til opins aðgangs

Directory of Open Access books er skrá yfir fræðibækur sem birtar hafa verið í opnum aðgangi


Directory of Open Access Journals er skrá yfir tímarit sem birta greinar í opnum aðgangi. Þar má nálgast mikilvægar upplýsingar um tímaritin, svosem kostnað við birtingu (APC gjöld), ritrýnistefnu og hvernig höfundarétti er háttað.


Hugsaðu, kannaðu, sendu inn er einfaldur tékklisti sem hjálpar þér að meta hvort tímarit og útgefandi sé traustverður eða ekki.


Jisc Open Policy Finder er upplýsingavefur sem safnar saman og birtir upplýsingar um stefnur útgefenda og styrktaraðila sem snúa að opnum aðgangi. Mögulegt er að fletta upp hvaða útgáfu greina má vista í varðveislusöfnum og undir hvaða skilyrðum. Þá má leita eftir titlum, ISSN númerum, útgefendum eða styrkveitendum.


Jisc OpenDOAR – Alþjóðleg samskrá yfir varðveislusöfn í opnum aðgangi sem byggir á tilteknum gæðstöðlum. Hægt er að leita og fletta í gegnum þúsundir varðveislusafna og sjá t.d. hvaðan þau koma, hugbúnaðinn sem að baki liggur og hvers konar efni er þar að finna. Varðveislusöfnin veita ókeypis opinn aðgang að fræðilegum rannsóknagögnum. Hvert varðveislusafn innan OpenDOAR hefur verið vandlega yfirfarið af ritnefnd okkar sem þýðir traustari þjónustu fyrir fræðasamfélagið.


Journal Checker Tool – Það er cOAlition S sem heldur úti þessari síðu fyrir rannsakendur til að styðja þá við að finna leiðir sem samræmast Plan S til að birta greinar sínar. Tólið gerir höfundi kleift að slá inn nafn fjármögnunaraðila, stofnunar og tímarits sem hann ætlar að senda grein til og athuga hvort þessi samsetning fjármögnunaraðila, stofnunar og tímarits býður upp á leið til að uppfylla Plan S. Upplýsingar um cOalition S og Plan S.