Bresk hugveita hvetur til umbóta í fræðlegri útgáfu

Mynd: Adobe Firefly (AI)

Breska hugveitan UK Day One hvetur til umbóta í fræðilegri útgáfu svo að spara megi allt að 30 milljónir punda árlega. Þetta kemur fram í skýrslunni Reform Academic Publishing to Unblock Innovation, sem skrifuð er af   Sanjush Dalmia and Jonny Coates sem báðir tilheyra UK Day One.

Think tank urges academic publishing reform to ‘save £30m’

Skýrslan leggur til að rannsóknir og nýsköpun í Bretlandi hætti að styðja sk. open-access block-styrki  til háskóla, með þeim rökum að þeir kosti 40 milljónir punda á hverju ári og séu notaðir til að greiða birtingagjöld rannsóknagreina til fræðilegra útgefenda.

Skýrslan mælir einnig með að sett verði á laggirnar sk. Plan U   sem myndi fela í sér að allar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af skattgreiðendum verði birtar sem forprent (e. preprint) áður en þær eru sendar til fræðilegra tímarita.

Lesa nánar