Vika opins aðgangs 2020 – Greinar

Vika opins aðgangs var haldin í 13. skipti í síðustu viku. Háskólabókasöfn á Íslandi ákváðu að vinna saman þetta árið og skrifaðar voru fimm ólíkar greinar um opinn aðgang sem birtust allar á Kjarnanum dagana 19-23. október:

Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands reið á vaðið og skrifaði um skort á stefnu frá stjórnvöldum um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum:

#HvarerOAstefnan?

Lesa áfram „Vika opins aðgangs 2020 – Greinar“

Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október

http://openaccessweek.org/

Alþjóðleg vika opins aðgangs verður haldin nú í október í 13. skiptið. Þema vikunnar í ár er: „Open with Purpose: Taking Action to Build Structural Equity and Inclusion“ eða „Opnun með tilgangi: Grípum til aðgerða og byggjum upp jafnræði og sanngirni.

Eins og staðan er í heiminum í dag er aðgangur að þekkingu að miklu leyti háður fjármagni og ríkari þjóðir hafa betri aðgang en þær sem fátækari eru. Þemað í ár dregur athyglina að þessu.

Lesa áfram „Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október“

Vika opins aðgangs (Open Access Week) 21.-27. október

http://openaccessweek.org/

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tekur þátt í alþjóðlegri viku opins aðgangs sem haldin er nú í 12. skiptið vikuna 21.-27. október. Þemað í ár er „Open for whom? Equity in Open Knowledge“ eða „Hver hefur aðgang? Þekking öllum opin“.
Tilgangur vikunnar er að efla umræðu og vitund um opinn aðgang (e. Open access) og tala fyrir að opinn aðgangur að rannsóknarniðurstöðum verði sjálfgefin en ekki undantekning.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn mun að þessu tilefni deila fjölbreyttu fræðsluefni um opinn aðgang á heimasíðu sinni daglega þessa viku.