PME færir sig frá Springer Nature til Ubiquity Press

Það telst til tíðinda þegar alþjóðlegt tímarit eins og Perspectives on Medical Education (PME) flytur sig frá stórum hefðbundnum útgefanda eins og Springer Nature yfir í fullkomlega opinn aðgang hjá útgefandanum Ubiquity Press.

Frá því tímaritið var fyrst sett á markað fyrir 40 árum síðan hefur það reynt að laga sig að síbreytilegu umhverfi. Skipt var úr hollensku yfir í ensku og breytt yfir í opinn aðgang árið 2012. PME er orðið topptímarit á sínu sviði og hafði áhrifastuðulinn (e. impact factor) 4,113 árið 2022 og fimm ára áhrifastuðul 4,086.

Dr. Erik Driessen og Lauren Maggio, aðalritstjóri og staðgengill aðalritstjóra PME útskýra þetta á eftirfarandi hátt: „Ritnefnd okkar ákvað árið 2022 að nauðsynlegt væri að færa tímaritið yfir til opins útgefanda til að tryggja að tímaritið væri í takt við okkar kjarnaviðhorf og gildi, þar á meðal gagnsæi og aðgengi. Flutningurinn til Ubiquity Press hefur ekki aðeins tryggt þetta, heldur hefur PME nú pláss fyrir fleiri útgáfur.

Nánar hér.

Lauslega þýtt:
STM Publishing News (8. febrúar 2023). Perspectives on Medical Education transfers publishers to ]u[ Ubiquity Press. STM-Publishing.com. Sótt 27. febrúar, 2023. 

Hugsaðu, kannaðu, sendu inn (think, check, submit)

Vefurinn ThinkCheckSubmit.org hjálpar vísindamönnum og rannsakendum að átta sig á hvaða tímaritum og útgefendum hægt er að treysta og forðast þannig svokölluð rányrkjutímarit.

Vefurinn er alþjóðlegur og þverfaglegur og þar er hægt að skoða nk. tékklista á ýmsum tungumálum áður en tímarit er valið. Búið er að bæta við tékklista á íslensku og hann má finna hér: Hugsaðu, kannaðu, sendu inn.

Samið hefur verið um opinn aðgang við Karger útgáfuna

Samlag um landsaðgang að rafrænum áskriftum hefur samið við Karger útgáfuna um opinn aðgang að vísindatímaritum fyrir alla landsmenn.

Samningurinn tryggir landsaðgang að öllum rafrænum tímaritum Karger frá og með 1998. Vísindamenn á Íslandi geta birt vísindagreinar í tímaritum Karger í opnum aðgangi án þess að greiða birtingargjöld og er fjöldi greina til birtingar ótakmarkaður.

Fréttatilkynning

Leiðbeiningar um innsendingu greina til birtingar hjá Karger (á ensku).

Í samningnum felst einnig aðgangur fyrir alla landsmenn að KargerLEARN, sem er kennsluvefur með 15 netnámskeiðum sem fjalla um hagnýt atriði tengdu ritunarferli vísinda- og fræðigreina og birtingum í vísindatímaritum. Námskeiðin eru alhliða og nýtast einstaklingum á öllum fræðasviðum.

Leiðbeiningar á ensku fyrir KargerLEARN.