Vilja rannsakendur að útgefendur eigni sér allan höfundarétt og leyfi þegar birt er  í opnum aðgangi?

Upptaka af vefnámskeið (webinar) frá 16. nóvember 2023 á vegum Open Access 2020: Beware of license to publish agreements: Or ensuring authors retain rights to their openly published work.

Eitt af lykilatriðum sem fram komu  á 16. Berlínarráðstefnunni um opinn aðgang  sem haldin var 6. – 7. júní 2023, var að höfundar haldi réttindum sínum og hafi val þegar þeir birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi.

„We strongly support retention of copyright and all rights therein by authors. Open access agreements with publishers should stipulate that authors only grant “limited” or “non-exclusive” licenses to publishers, and liberal Creative Commons (CC) licenses (e.g., CC BY) should be applied as the default choice. (…) author “license to publish” agreements should not limit the author’s rights in any way.“

Ósjaldan eru höfundar afvegaleiddir með orðalaginu í „License to publish“ samningum útgefenda, þar sem þeir óafvitandi veita útgefendum höfundarrétt og allt sem honum fylgir sem er mjög andstætt markmiðum útgáfu í  opnum aðgangi  og birtingaleyfum sem við hana styðja.

Á vefnámskeiðinu ræddu Arjan Schalken frá UKB (Hollandi) og Rich Schneider frá Kaliforníuháskóla í San Francisco (Bandaríkjunum) um vandamál varðandi núverandi útgáfusamninga og aðferðir til að koma í veg fyrir að misnotkun útgefenda á CC leyfum þannig að tryggja megi að höfundar haldi öllum sínum réttindum og geti sjálfir ákveðið hvernig verk þeirra eru nýtt og hvernig þeim skal dreift .

Slæður af námskeiðinu eru aðgengilegar hér:
https://oa2020.org/2023/11/20/beware-of-license-to-publish-agreements-or-ensuring-authors-retain-rights-to-their-openly-published-work/

 

Réttindi höfunda og rannsakenda: Leiðbeiningar

Þegar rannsakendur halda réttindum sínum á samþykktum handritum sínum, geta þeir og aðrir endurnýtt það efni svo sem til rannsókna, kennslu, í bókum, og á netinu. Þannig uppfylla þeir einnig kröfur styrkveitenda um opinn aðgang að efni sem til verður fyrir opinbert fé.

UKRN (The UK Reproducibility Network) hefur gefið út leiðbeiningar til að kynna rannsakendum allt um réttindi þeirra: Rights and Retention Strategy: a Primer from UKRN.

Lesa áfram „Réttindi höfunda og rannsakenda: Leiðbeiningar“

Höfundaréttur og afnotaleyfi

Það eru án efa margir sem átta sig ekki á ýmsu varðandi höfundarétt og hvernig hann virkar í samhengi við Creative Commons afnotaleyfi.

Bæklingurinn Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources er gefinn út af Rannsóknamiðstöð Hollands (NWO), samtökum háskóla í Hollandi (VSNU) , háskólabókasöfnum í Hollandi og Þjóðbókasafni Hollendinga. Þó að hann sé aðlagaður að þörfum Hollendinga, svarar hann á einfaldan hátt mýmörgum spurningum um höfundarétt og afnotaleyfi.

Dæmi:

      • Hver er munurinn á höfundaleyfi (e. copyright) og afnotaleyfi (e. Creative Commons)?
      • Hvað þarf að athuga varðandi höfundarétt í samningum við útgefendur?
      • Hvaða afnotaleyfi hentar best fyrir þitt verk?
      • Afhverju er hvatt til þess að nota afnotaleyfið CC-BY á verk í opnum aðgangi?
      • Hvernig á ég að gefa út með afnotaleyfi frá Creative Commons?
      • Hver á höfundarétt ef verk er gefið út með Creative Commons afnotaleyfi?
      • Ef ég gef út bók með CC-BY afnotaleyfi, má þá þýða hana án leyfis frá mér?

Þessum spurningum og mörgum fleirum er svarað í bæklingum Guide to Creative commons for Scholarly Publications and Educational Resources.