Opin vísindi við Stanford háskóla – vert að vita

Russell Poldrak á skrifstofu sinni með nemanda. Mynd úr greininni.

Í greininni 7 things to know about open science at Stanford fjalla Russell Poldrack, Zach Chandler, and Francesca Vera um aðferðir opinna vísinda við Stanford og hvernig þær eru að breyta háskólaumhverfinu.

“Making science more transparent and reproducible was our goal because, broadly, I believe it makes science better,” said Poldrack. While he’s been working on efforts like this in neuroscience through the Center for Reproducible Neuroscience for years, a recent boom in open science practices happened just four years ago – during the rise of the COVID-19 pandemic.

Chandler pointed to how scientists, in the search for a vaccine, pooled together their scientific findings and shared their data, leading to record-breaking times in developing a vaccine.

Nánar um þetta  í greininni sjálfri.

Opið kennsluefni – nám á viðráðanlegu verði

Talið er að Iowa State University í Bandaríkjunum hafi sparað nemendum sínum u.þ.b. 2,5 milljónir bandaríkjadala síðan 2018, skv. Abbey Elder, upplýsingafræðingi við skólann.

Yfir 40 kennarar við skólann nota nú opið kennsluefni (e. OER – Open Educational Resources) í námskeiðum sínum og þeim fjölgar stöðugt. Abbey Elder hvetur kennara til að nota opið kennsluefni  með sömu sjónarmið í huga og varðandi annað kennsluefni: Meta innihald gæði og  sjónarmiðum og annað fræðsluefni. Með öðrum orðum, meta  innihald, gæði og hversu nýlegt efnið er.

„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“

„Að reiða sig á áhrifastuðla til að meta vísindamenn er einfaldlega óvísindalegt“ er haft eftir Dr. Toma Susi.

Dr. Toma Susi er dósent við háskólann í Vínarborg í Austurríki. Hann telur að 95% af rannsóknum sem hann hefur framkvæmt síðan hann lauk doktorsprófi árið 2011 hafi verið birtar í opnum aðgangi.

Hann hefur tileinkað sér aðferðir opinna vísinda (e. Open Science) eftir fremsta megni. Þegar Susi og rannsóknarhópur hans hafa borið fulla ábyrgð á fræðilegri grein, hafa þeir venjulega sett þau gagnasett sem notuð voru í varðveislusafn þar sem hægt er að nálgast gögnin og vitna í sérstaklega.

„Við erum alveg sannfærð um hugmyndafræðina á bak við opin vísindi – að allt sem tengist vísindarannsóknum og niðurstöðum þeirra ætti að vera gagnsætt og hægt að sannreyna af öðrum,“ útskýrir Susi.

Nánar hér: University of Vienna professor Toma Susi: „Relying on impact factors to assess researchers is simply non-scientific“