Háskólinn í Leiden (NL): Opin vísindi og stefna um mannaráðningar og stöðuhækkanir

Hollenskar þekkingarstofnanir vinna að því að viðurkenna og verðlauna opin vísindi.

Þann 13. desember  2024 samþykkti stýrinefnd  Open Science NL alls 1,2 milljónir evra í styrki til 23 hollenskra stofnana. Miðstöð vísinda- og tæknifræða (CWTS-The Centre for Science and Technology Studies) mun samræma  þessa vinnu á landsvísu.

Landsverkefnið tryggir samhæfingu og samræmingu þessara 23 stofnana varðandi þróun og innleiðingu áætlana til að viðurkenna og umbuna fyrir opið vísindastarf í Hollandi. Skipulagðir verða sameiginlegir fundir sem eiga að hvetja til innblásturs og örva samvinnu þar sem einnig verður hægt að deila þekkingu og reynslu, þar á meðal ýmsu sem varðar góða starfshætti. Auk þess er verkefnið skuldbundið til að þróa sameiginlegar meginreglur um viðurkenningu og umbun opinna vísinda.

Nánar hér: https://www.universiteitleiden.nl/en/news/2024/12/open-science-in-recruitment-and-promotion-policies

Er akademían að hindra framgang vísinda?

„Ég áttaði mig á því að við í akademíunni erum hluti af vandamálinu – og jafnvel einn stærsti þátturinn – sem takmarkar framgang vísinda. Vegna þess að eins og er, í besta falli, virka fræðimenn og fræðilegar rannsóknir eins og viðskipti/kapítalískt kerfi, þar sem það mikilvægasta er hagnaður útgefenda og orðstír vísindamanna.“

Afar áhugaverð grein eftir Nokuthula Mchunuis aðstoðarforstöðumann hjá National Research Foundation, Suður-Afríku. Hún vekur upp ýmsar og jafnvel óþægilegar spurningar!

Academia is Now an Obstacle to the Advancement of Science.

 

Opin vísindi við Stanford háskóla – vert að vita

Russell Poldrak á skrifstofu sinni með nemanda. Mynd úr greininni.

Í greininni 7 things to know about open science at Stanford fjalla Russell Poldrack, Zach Chandler, and Francesca Vera um aðferðir opinna vísinda við Stanford og hvernig þær eru að breyta háskólaumhverfinu.

“Making science more transparent and reproducible was our goal because, broadly, I believe it makes science better,” said Poldrack. While he’s been working on efforts like this in neuroscience through the Center for Reproducible Neuroscience for years, a recent boom in open science practices happened just four years ago – during the rise of the COVID-19 pandemic.

Chandler pointed to how scientists, in the search for a vaccine, pooled together their scientific findings and shared their data, leading to record-breaking times in developing a vaccine.

Nánar um þetta  í greininni sjálfri.