Er akademían að hindra framgang vísinda?

„Ég áttaði mig á því að við í akademíunni erum hluti af vandamálinu – og jafnvel einn stærsti þátturinn – sem takmarkar framgang vísinda. Vegna þess að eins og er, í besta falli, virka fræðimenn og fræðilegar rannsóknir eins og viðskipti/kapítalískt kerfi, þar sem það mikilvægasta er hagnaður útgefenda og orðstír vísindamanna.“

Afar áhugaverð grein eftir Nokuthula Mchunuis aðstoðarforstöðumann hjá National Research Foundation, Suður-Afríku. Hún vekur upp ýmsar og jafnvel óþægilegar spurningar!

Academia is Now an Obstacle to the Advancement of Science.

 

Opin vísindi við Stanford háskóla – vert að vita

Russell Poldrak á skrifstofu sinni með nemanda. Mynd úr greininni.

Í greininni 7 things to know about open science at Stanford fjalla Russell Poldrack, Zach Chandler, and Francesca Vera um aðferðir opinna vísinda við Stanford og hvernig þær eru að breyta háskólaumhverfinu.

“Making science more transparent and reproducible was our goal because, broadly, I believe it makes science better,” said Poldrack. While he’s been working on efforts like this in neuroscience through the Center for Reproducible Neuroscience for years, a recent boom in open science practices happened just four years ago – during the rise of the COVID-19 pandemic.

Chandler pointed to how scientists, in the search for a vaccine, pooled together their scientific findings and shared their data, leading to record-breaking times in developing a vaccine.

Nánar um þetta  í greininni sjálfri.

Opið kennsluefni – nám á viðráðanlegu verði

Talið er að Iowa State University í Bandaríkjunum hafi sparað nemendum sínum u.þ.b. 2,5 milljónir bandaríkjadala síðan 2018, skv. Abbey Elder, upplýsingafræðingi við skólann.

Yfir 40 kennarar við skólann nota nú opið kennsluefni (e. OER – Open Educational Resources) í námskeiðum sínum og þeim fjölgar stöðugt. Abbey Elder hvetur kennara til að nota opið kennsluefni  með sömu sjónarmið í huga og varðandi annað kennsluefni: Meta innihald gæði og  sjónarmiðum og annað fræðsluefni. Með öðrum orðum, meta  innihald, gæði og hversu nýlegt efnið er.