Goðsagnir um opinn aðgang: „Opinn aðgangur er of dýr“

Fjallað hefur verið um ókeypis og óhindraðan aðgang að rannsóknarniðurstöðum í mörg ár. Margir halda að opinn aðgangur hljóti að vera kostnaðarsamur. Myndbandið hér fyrir neðan miðar að því að uppræta þá goðsögn.

Myndbandið kemur frá Technische Informationsbibliothek (TIB), Hannover, Þýskalandi og var framleitt sem hluti af BMBF-styrktu verkefni „open-access.network 2“.

Goðsagnir um opinn aðgang: „Ekki sömu gæði“.

Fjallað hefur verið um ókeypis og óhindraðan aðgang að rannsóknarniðurstöðum í mörg ár en engu að síður virðast margir enn vera efinst um gæði efnis í opnum aðgangi.

Myndbandið hér fyrir neðan miðar að því að uppræta þá goðsögn sem fyrir er um að tímarit í opnum aðgangi séu ekki jöfn að gæðum og hefðbundin tímarit.

Myndbandið kemur frá Technische Informationsbibliothek (TIB), Hannover, Þýskalandi og var framleitt sem hluti af BMBF-styrktu verkefni  „open-access.network 2“.

Handbók um opin vísindi frá Hollandi

Samtök hollenskra háskólabókasafna ásamt Þjóðbókasafni Hollands (UKB), háskólar Hollands (UNL), Hollenska þekkingarmiðstöðin og varðveislusafn fyrir rannsóknir (DANS) og hollenska rannsóknarráðið (NWO), hafa gefið út hagnýtan leiðarvísi um opin vísindi sérstaklega ætlaðan ungum rannsakendum: Open Science: A Practical Guide for Early-Career Researchers.

Lesa áfram „Handbók um opin vísindi frá Hollandi“