Á vefnum Open Science Observatory frá OpenAIRE er hægt að sjá skýra mynd af stöðu opins aðgangs í Evrópu og einstaka löndum Evrópu. Tölurnar eiga við um ritrýnt, opið efni/rannsóknaniðurstöður:
Open Knowledge Maps
Open Knowledge Maps er ein stærsta sjónræna leitarvélin (e. visual search engine) á sviði vísinda. Að baki liggja gagnasöfnin PubMed og BASE (Bielefeld Academic Search Engine). Hér fyrir neðan má sjá mynd af leitinni open access AND impact en þar sýnir leitarvélin þær 100 greinar sem hún metur að tengist best efninu. Forvitnir geta lesið nánar um hvar og hvernig er leitað. Greinar í opnum aðgangi eru sérstaklega merktar.
Tölur um birtingar íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi
Það er fróðlegt að skoða tölulegar upplýsingar úr gagnasafninu Scopus sem varðar tímaritsgreinar íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi. Upplýsingarnar hér fyrir neðan miðast við 30. nóvember 2021, tímaritsgreinar í ritrýndum tímaritum og nægir að höfundur sé tengdur íslenskri stofnun hvort sem hann er fyrsti höfundur eða meðhöfundur.
Nánar á síðunni Tölur: Ísland og OA upplýsingar úr Scopus