Það telst til tíðinda þegar alþjóðlegt tímarit eins og Perspectives on Medical Education (PME) flytur sig frá stórum hefðbundnum útgefanda eins og Springer Nature yfir í fullkomlega opinn aðgang hjá útgefandanum Ubiquity Press.
Frá því tímaritið var fyrst sett á markað fyrir 40 árum síðan hefur það reynt að laga sig að síbreytilegu umhverfi. Skipt var úr hollensku yfir í ensku og breytt yfir í opinn aðgang árið 2012. PME er orðið topptímarit á sínu sviði og hafði áhrifastuðulinn (e. impact factor) 4,113 árið 2022 og fimm ára áhrifastuðul 4,086.
Dr. Erik Driessen og Lauren Maggio, aðalritstjóri og staðgengill aðalritstjóra PME útskýra þetta á eftirfarandi hátt: „Ritnefnd okkar ákvað árið 2022 að nauðsynlegt væri að færa tímaritið yfir til opins útgefanda til að tryggja að tímaritið væri í takt við okkar kjarnaviðhorf og gildi, þar á meðal gagnsæi og aðgengi. Flutningurinn til Ubiquity Press hefur ekki aðeins tryggt þetta, heldur hefur PME nú pláss fyrir fleiri útgáfur.
Lauslega þýtt:
STM Publishing News (8. febrúar 2023). Perspectives on Medical Education transfers publishers to ]u[ Ubiquity Press. STM-Publishing.com. Sótt 27. febrúar, 2023.