Bandaríkin: „The right to deposit“

Yfirlýsing til stuðnings því að nota alríkisleyfi til að innleiða OSTP minnisblaðið frá 2022 varðandi aðgang almennings

Með væntanlegri útgáfu nýrra áætlana bandarískra alríkisstofnana um almennan aðgang almennings í framhaldi af leiðbeiningum Hvíta hússins um vísinda- og tækniskipulagningu (OSTP) („Nelson minnisblaðið“), munu höfundar fræðigreina sem styrktir eru af alríkisstofnunum  standa frammi fyrir nýjum kröfum um að leggja inn rannsóknarafurðir sínar án birtingatafa í tilskilin varðveislusöfn.

Þessar kröfur munu hafa áhrif á höfunda, stofnanir þeirra og sérstaklega þá aðila sem sjá um fjármögnun rannsókna og að höfundar uppfylli skilyrði sem fylgja styrkjum.

Bókasöfn munu halda áfram að gegna lykilhlutverki varðandi aukinn opinn aðgang eftir mörgum leiðum og leiðbeina höfundum varðandi  fræðilega útgáfu  og stjórnun rannsóknargagna.

Fyrir marga höfunda er þetta alveg ný krafa en fyrir aðra sem nú þegar þurftu að leggja inn greinar sínar innan 12 mánaða mun þetta þýða styttri tíma til að uppfylla þær kröfur.

Sumir höfundar gera sér kannski ekki grein fyrir því að þeir þurfa að leggja greinar sínar inn jafnvel þó þeir birti í opnum aðgangi. Aðrir höfundar skilja mögulega kröfuna en ekki hvernig þeir eiga að koma til móts við bæði styrktaraðila og útgefendur þegar þeir birta í áskriftartímariti.

Í versta falli geta höfundar sem skilja ekki skilyrðin sem styrkjunum fylgja sem og lagabókstafinn, staðið frammi fyrir neikvæðum aðgerðum frá styrktaraðilum, deilum um höfundarrétt eða samninga og jafnvel hindrunum varðandi útgáfu.

Nánar hér: Statement in support of using the Federal purpose license to implement the 2022 OSTP public access memo.