Frá 1. janúar 2024 mun ný stefna um opinn aðgang í Bretlandi gilda um bækur, bókakafla og ritstýrð safnrit. Áður hafði UKRI (UK Research and Innovation) birt stefnu sína um opinn aðgang að ritrýndum rannsóknagreinum fyrir opinbert fé, sem gilti frá apríl 2022.
Stefan miðar að því að tryggja að rannsóknar- og nýsköpunarsamfélagið og samfélagið í heild sinni geti nálgast niðurstöður sem verða til með styrkjum úr rannsóknasjóðum UKRI, þ.e. með opinberu fé.
Nánar um uppfærða stefnu hér: UKRI updates guidance for open access policy.