NASA gefur út mikið magn af opnum hugbúnaði, þar á meðal úrval af mismunandi hugbúnaði úr verkefnum sem snerta m.a. stjörnufræði, jarðvísindi o.fl.
-
- Opinn hugbúnaður skilaði Mars Ingenuity þyrlunni til reikistjörnunnar Mars árið 2021. Þyrlan, sem upphaflega átti að fara í 5 flug, er nú búin að fara í 40 flug og er enn að.
- James Webb geimsjónaukinn byggði einnig a.m.k. að hluta til á opnum hugbúnaði. Prófanir á sjónaukanum, áður en hann fór endanlega í loftið, byggðu á NumPy safni Python sem er aðgengilegt almenningi.
Steve Crawford stjörnufræðingur og gagnafulltrúi á vísindasviði NASA talaði á árlegri FOSDEM ráðstefnu 4. – 5. febrúar sl. og flutti skilaboð frá NASA varðandi opinn hugbúnað og opin vísindi.
Hér má nefna að í síðasta mánuði var ný opinber stefna varðandi vísindalegar upplýsingar gefin út af vísindasviði NASA sem tengist raunar stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum um ár opinna vísinda 2023. „Við viljum gera hlutina eins opna og mögulegt er, eins takmarkaða og nauðsynlegt er og alltaf örugga,“ sagði Crawford á ráðstefnunni.
Þessi stefna þýðir enga „birtingatöf“ (þ.e. tímabil þar sem ekki er hægt að deila rannsóknarniðurstöðum með almenningi) – og rannsóknargögnum og hugbúnaði verður einnig deilt við birtingu. Jafnvel leiðangursgögn verða gefin út eins fljótt og auðið er og gerð aðgengileg án takmarkana. Sömuleiðis verður leiðangurshugbúnaður þróaður fyrir opnum tjöldum.
Meira um þetta á eftirfarandi síðum: