Alþjóðleg vika opins aðgangs er nú haldin í 11. skipti. Þema vikunnar í ár er „Designing Equitable Foundations for Open Knowledge“ sem á íslensku mætti útleggja sem mótun sanngjarnra grunnstoða fyrir opin vísindi. Íslensk háskólabókasöfn taka þátt í vikunni í ár með ýmsum hætti, má þar helst nefna sýningu á heimildarmyndinni Paywall: the business of scholarship en einnig með því að vekja athygli á opnum aðgangi á samfélagsmiðlum og innan veggja háskólanna. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um opinn aðgang þá má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar á openaccess.is og einnig má benda á ýmiskonar fræðslu á heimasíðu OpenAire fyrir þá sem vilja kafa dýpra.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn mun sýna Paywall: the business of scholarship miðvikudaginn 24. október í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu kl. 10:30-12:00.