Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024

 

 

 

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024 var haldin dagana 21.-27. október. Þema vikunnar var hið sama og árið 2023:   „Samfélag fram yfir markaðsvæðingu“  (e. Community over Commercialization).

Dagskrá var öllum opin. Rannsakendur og doktorsnemar voru sérstaklega hvattir til að nýta sér kynningarnar. Hér fyrir neðan má sjá glærur og upptökur frá kynningum vikunnar:

Mánudagur 21. október 2024

Um rányrkjutímarit, hvað ber að varast
kl. 15:00 – 16:00 á TEAMS
Helgi Sigurbjörnsson, sérfræðingur hjá rannsóknaþjónustu LBS-HBS.
Glærur af fyrirlestri.
Upptaka af fyrirlestri. 

Þriðjudaginn 22. október 2024

Samráðshópur háskólabókavarða um opin vísindi hefur fengið nýráðinn framkvæmdastjóra Creative Commons, Íslendinginn Önnu Tumadóttur, til að halda erindi „How Creative Commons is advancing open access“.

Erindið verður á Zoom kl. 15 – 16 og öllum opið.
Fyrirlesturinn verður á ensku. Í lokin gefst tími fyrir spurningar.

Upptaka af fyrirlestri
Afrit (e. transcript) af fyrirlestri 

Miðvikudagur 23. október

Að birta í opnum aðgangi
kl. 15:00 – 16:00 á TEAMS
Margrét Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá rannsóknaþjónustu og opnum aðgangi LBS-HBS

Glærur af fyrirlestri
Upptaka af fyrirlestri