Það verður mikið lagt í viku opins aðgangs að þessu sinni. Í ár ber vikan yfirskriftina Community over Commercialization.
Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang fékk styrk úr Bókasafnasjóði í byrjun sumars til að gera þessa viku veglega úr garði. Undirbúningur stendur yfir og verður alls boðið upp á fjórar vefkynningar með erlendum fyrirlesurum og eina vinnustofu (á staðnum og yfir netið). Þetta er kjörið tækifæri fyrir íslenska rannsakendur að setja sig enn betur inn í opinn aðgang/opin vísindi.
Meðal efnis:
-
-
- Opinn aðgangur og birtingaleyfin frá Creative Commons
- Opin vísindi/opinn aðgangur og stefnumótun
- Opin gögn
- Rannsóknamat (e. research assessment)
-
Vikan verður auglýst vel og vandlega þegar nær dregur.