Listaháskólinn University of the Arts Helsinki (Uniarts) leggur áherslu á gagnsæi.
Háskólinn vill með útgáfu sinni auka aðgengi að listrænni þekkingu og rannsóknum sem gerðar hafa verið með opinberum stuðningi og varpa ljósi á hlutverk sitt sem auðlind sem stuðlar að umbótum í samfélaginu.
Uniarts Helsinki hefur skrifað undir eftirfarandi yfirlýsingu: Declaration for Open Science and Research 2020-2025.
Skólinn hefur skipað starfshóp um opin vísindi og rannsóknir til að stuðla að opnu aðgengi og gagnsæi. Formaður hópsins er aðstoðarrektor háskólans og ber jafnframt ábyrgð á rannsóknum.
Útgáfustefna Uniarts Helsinki um opinn aðgang
OA stefna Uniarts nær til rannsakenda, starfsmanna og nemenda við Listaháskólann. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn.
-
-
- Við fylgjum viðmiðunarreglum um ábyrga framkvæmd rannsókna sem ákveðnar eru af Finnish National Board on Research Integrity (TENK) varðandi birtingu og gagnsæi rannsóknarniðurstaðna okkar.
- Uniarts Helsinki krefst birtingar í opnum aðgangi þegar mögulegt er.
- Uniarts styður útgáfu skv. gullnu leiðinni í gegnum miðlægan APC sjóð, sem háð er ákveðnum skilyrðum.
- Uniarts mælir með Creative Commons leyfum til að birta rannsóknarniðurstöður á textaformi. Ef styrktaraðili rannsókna er Academy of Finland eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætti að nota CC BY 4.0. Við útgáfu með opnum leyfum heldur höfundur/höfundar höfundarréttinum.
- Uniarts mælir með því að vísindamenn skrái ORCID ID sitt og bæti því við upplýsingar sem varða útgáfuna.
- Uniarts krefst þess að vísindamenn visti hjá sér ritrýndar vísindagreinar sínar ef útgefandi leyfir það. Uniarts mælir með því að rannsakendur hlaði upp lokadgerð handrits síns (Author Accepted Manuscript, AAM) eða PDF útgáfu útgefanda í rafrænt varðveislusafn Uniarts Helsinki. Listrænar rannsóknargreinar eða hlutar þeirra eru tengd lýsigögnum í varðveislusafninu.
- Höfundur ber ábyrgð á að meta gæði og ábyrgð þeirrar útgáfuleiðar sem hann hefur valið.
- Meistararitgerðir, ritgerðir í námsgreinum til löggildingar og doktorsritgerðir (bæði vísindalegar og listrænar) eru birtar, eftir því sem við á, í Taju, opnu varðveislusafni Uniarts Helsinki og til dæmis einnig í skrá yfir rannsóknir.
- Veitt er þjálfun, stuðningur og leiðbeiningar vega útgáfu í opnum aðgangi.
- Fylgst er með framvindu útgáfu í opnum aðgangi hjá Uniarts samkvæmt stefnumótandi markmiðum rannsókna.
-
Lauslega þýtt og endursagt:
Open science and research. Uniarts Helsinki. (10. nóvember 2022). Sótt 14. nóvember, 2022, af https://www.uniarts.fi/en/general-info/open-science-and-research/