Samtök hollenskra háskólabókasafna ásamt Þjóðbókasafni Hollands (UKB), háskólar Hollands (UNL), Hollenska þekkingarmiðstöðin og varðveislusafn fyrir rannsóknir (DANS) og hollenska rannsóknarráðið (NWO), hafa gefið út hagnýtan leiðarvísi um opin vísindi sérstaklega ætlaðan ungum rannsakendum: Open Science: A Practical Guide for Early-Career Researchers.
Um handbókina
Ungir rannsakendur eru mikilvægur hlekkur varðandi umskipti yfir í opin vísindi, þannig að þessi handbók er sérstaklega ætluð doktorsnemum, meistaranemum í ranansóknum og fræðimönnum á frumstigi af öllum fræðasviðum hollenskra háskóla og rannsóknarstofnana.
Handbókin er hönnuð til að fylgja rannsakendum skref fyrir skref í rannsóknum þeirra, allt frá undirbúningi rannsóknaverkefnis og leit að viðeigandi heimildum (kafli 2) til gagnasöfnunar og greiningar (kafli 3), ritun og birtingu greina og gagna (kafli 4) sem og frekari kynning (útrás) og mat (kafli 5).
Sérhver kafli kynnir bestu verkfærin og vinnubrögðin sem hægt er að nýta strax.