Hvaða áhrif hafði COVID-19 heimsfaraldurinn á umræðuna um opin vísindi?
Um það fjallar greinin „The impact of COVID-19 on the debate on open science: a qualitative analysis of published materials from the period of the pandemic“ úr tímaritinu Humanities and Social Sciences Communications frá 2. október 2024. Höfundar eru Melanie Benson Marshall og fleiri. Greinin er að sjálfsögðu í opnum aðgangi!
Rýnt er í alþjóðlega umræðu sem fram fór meðan á heimsfaraldrinum stóð. Notaðar eru eigindlegar aðferðir til að greina ýmsar tegundir efnis sem ritað var í faraldrinum á ensku, þýsku, portúgölsku og spænsku.
Niðurstöðurnar sýna að margir höfundar eru þeirrar skoðunar að reynslan af heimsfaraldrinum hafi styrkt rökin fyrir opnum vísindum.