Ráðherrar vísinda og tækni í G7 ríkjunum hittust í Sendai, Japan 12. – 14. maí 2023. Þar gáfu þeir út yfirlýsingu sem styður við opin vísindi og þá sérstaklega þrjú forgangsmál:
- Innviði opinna vísinda
- Endurbætur á rannsóknamati
- Rannsóknir á rannsóknum til að þróa opna vísindastefnu sem byggir á niðurstöðum rannsókna
Yfirlýsing þeirra gefur opnum vísindum mikilvægan sess, samhliða málum sem tengjast akademísku frelsi, verndun rannsóknarstarfsemi, heilindum innan vísinda og alþjóðlegu samstarfi.
Upphaf réttatilkynningar sem send var út í lok fundarins hljóðar svo:
“The G7 will collaborate in expanding open science with equitable dissemination of scientific knowledge and publicly funded research outputs including research data and scholarly publications in line with the Findable, Accessible, Interoperable, and Reusable (FAIR) principles.”
“To this end, we support the efforts of the G7 Open Science Working Group in promoting the interoperability and sustainability of infrastructure for research outputs, supporting research assessment approaches that incentivize and reward open science practices, and encouraging “research on research”, aimed at helping to shape a more effective evidence-based research policy.”
Þessu er fylgt eftir með tilmælum varðandi þau þrjú áhersluatriði sem lýst var hér að ofan.